Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 34 Kjördæmi bls. 67 Í kosningum er landinu skipt í kjördæmi. Kosningaréttur er bundinn kjördæmi, þannig að hver kjósandi á að kjósa þar sem hann á lögheimili. Ef kjósandi getur ekki kosið í sínu kjördæmi þá á viðkomandi kost á að greiða atkvæði utan kjörfundar. Það þýðir að kjósandi kýs fyrir kosningadag, til dæmis á skrifstofu sýslumanns, í sendiráðum Íslands erlendis, á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og í fangelsum. Utankjörstaðaatkvæði eru svo talin á kjördag, um leið og önnur atkvæði. Ísland skiptist í sex kjördæmi, þrjú eru á höfuðborgarsvæðinu og þrjú á landsbyggðinni. Fjöldi þingsæta hvers kjördæmis fylgir fjölda kjósenda. Þannig getur þingmönnum kjördæmis fjölgað eða fækkað við kosningar, til samræmis við búsetuþróun. Við spurningarnar neðst á síðu 67 má til dæmis bæta: • Hvaða flokkar buðu fram í þínu kjördæmi í síðustu kosningum? • Hvað eru mörg sveitarfélög í þínu kjördæmi? • Hver er munurinn á sveitarfélagi og kjördæmi? • Hvers vegna eru þrjú kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu? Verð ég að kjósa? bls. 68 Kennari: Barátta fyrir lýðræði hefur kostað margar þjóðir mótmæli, uppreisnir og mikil átök. Að búa í lýðræðisríki er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur. Áður fyrr bjuggu hvorki Íslendingar né aðrar þjóðir við lýðræði, heldur réðu konungar, trúarleiðtogar og hershöfðingjar öllum málefnum samfélagsins. Unga kynslóðin á Íslandi í dag fæddist með rétt til að kjósa. Enn þann dag í dag búa ekki allir við lýðræði í heiminum. Þátttaka í kosningum er það sem réttlætir lögmæti ríkisins til starfa fyrir þjóðina. Ef kosninga- þátttaka fer lækkandi (ef færri taka þátt í kosningum), þá getur það haft skaðleg áhrif á lýðræðið á Íslandi. Góð þátttaka í kosningum segir okkur að fyrirkomulagið okkar, lýðræðið, sé að virka. (Áttavitinn.is) Umræður í bekknum eða hópverkefni: • Til hvers eru kosningar? • Skiptir máli að kjósa? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Hvað heldur þú að fólk sem barðist fyrir kosningarétti á Íslandi myndi segja við nútímafólk sem kýs ekki? Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Áttavitinn: Af hverju að kjósa? Áttavitinn: Hvernig kýs ég? Global Citizen: What Voting Rights Look Like in 6 Countries Around the World
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=