Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 33 Verkefni nemenda – hópvinna Hugsið ykkur að þið séuð í orðunefnd íslensku fálkaorðunnar. Þið eigið að leggja fram þrjár vel rökstuddar tillögur um manneskjur sem eiga skilið að fá fálkaorðuna. Í tillögunum þarf að minnsta kosti að koma fram: • Nafn • Starf • Hvers vegna viðkomandi á skilið að fá fálkaorðu. Þegar allir hóparnir eru tilbúnir þá leggið þið fram ykkar tillögur. Reynið að vera eins sannfærandi og þið getið. Hlustið á kynningar hinna hópanna og spyrjið spurninga ef eitthvað er óskýrt, eða ef ykkur langar að fá að vita meira. Að lokum kýs bekkurinn fimm einstaklinga sem hljóta fálkaorðu bekkjarins. Hér gæti verið skemmtilegt að fara lengra með verkefnið. Til dæmis: • með því að bekkurinn hjálpist að við að búa til veggspjöld um þá einstaklinga sem urðu fyrir valinu. Ef ekki er um opinberar persónur að ræða þá þarf að fá leyfi hjá viðkomandi. • með því að hanna, útbúa og afhenda orðu bekkjarins. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Forseti Íslands: Saga fálkaorðunnar MMS: Læsisvefurinn – Sannfærandi textar Alþingi og kosningar bls. 64–66 Kveikja: Kennari sýnir nemendum myndband Hvað er Alþingi. Verkefni nemenda. Alþingisorðabók bekkjarins. Áður en vinna nemenda hefst þarf kennari að sjá til þess að þeir hafi aðgang að orðabókum, bæði á pappír og rafrænum og kunni að nota þær. Í myndbandinu eru nefnd ýmis hugtök, svo sem: Alþingismaður, atkvæðagreiðsla, forseti Alþingis, fjárstjórnarvald, fulltrúi, fulltrúalýðræði, kjörgengi, kosningar, kosningaréttur, lagafrumvarp, lög, löggjafarvald, nefnd, ráðherra, ríkisborgararéttur, ríkisstjórn, skattur, umboð, umsögn, útgjöld, þingflokkur, þingfundur, þinghlé, þingnefnd, þingsályktunartillaga, þingpallar og þingstörf. Kennari getur fækkað hugtökunum eða bætt við listann að vild, til dæmis af héðan. Nemendur vinna í litlum hópum eða námspörum. Kennari skiptir orðum á milli þeirra, til dæmis með því að láta hópana draga orð. Nemendur eiga að útskýra merkingu orðanna, skýrt og í stuttu máli. Ef þeir þekkja ekki orðin þá þurfa þeir að leita að merkingu þeirra í orðabókum og á netinu. Síðan safna nemendur og/eða kennari öllum orðunum saman í alþingisorðabók bekkjarins. Ef vel tekst til þá gæti verið tilvalið að birta orðabókina, til dæmis á heimasíðu skólans, þannig að aðrir nemendur geti nýtt sér hana. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Skólaþing – Um Alþingi Skólaþing – Auðlesið um Alþingi Ungmennavefur Alþingis: Kennsluverkefni Ungmennavefur Alþingis: Hugtakasafn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=