Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 31 HVER RÆDUR Á ÍSLANDI? Bls. 60–75 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur kynnist og öðlist skilning á stjórnarfari lýðveldisins Íslands og réttindum og skyldum þegnanna. Lykilhugtök kaflans Lýðveldi er land eða svæði þar sem almenningur velur þá sem stjórna landinu með almennum kosningum. Konungsríki er land sem hefur konung eða drottningu. Alþingi er löggjafarþing Íslands. Hlutverk Alþingis er meðal annars að setja lög. Ríkisstjórn er fólkið sem stjórnar ríki. Dómstóll er opinber stofnun þar sem dómarar dæma í ýmsum málum. Stjórnmálaflokkur er skipuleg samtök fólks sem berst fyrir ákveðinni stefnu og markmiðum í stjórnmálum og sækist jafnframt eftir að ná eða viðhalda völdum í samfélaginu. Sveitarfélag er lægra stjórnsýslustigið á Ísland. Til dæmis hreppur, bær eða borg. Þjóðhöfðingi er æðsti maður þjóðar, svo sem forseti, konungur eða keisari. Forseti er þjóðhöfðingi lýðveldis. Bessastaðir á Álftanesi, nálægt Reykjavík er aðsetur forseta Íslands. Kosningar eru formleg leið fyrir fólk að velja persónur eða hópa í ákveðin hlutverk, til dæmis í embætti eða á þing. Kjördæmi er svæði sem er sérstök eining við þingkosningar. Landsbyggð (hér) er allt Ísland utan höfuðborgarsvæðisins. Alþingismaður er manneskja sem hefur verið valin í kosningum til að sitja á þingi. Að kjósa (hér) er að velja í kosningum. Stjórnmál eru alls konar málefni sem tengjast rekstri og starfsemi þjóðfélagsins. Lýðræði er stjórnarfar þar sem almenningur kýs hverjir stjórna landinu. Sveitarfélag er lægra stjórnsýslustigið á Ísland. Til dæmis hreppur, bær eða borg. Velferðarmál og velferðarþjónusta eiga að stuðla að því að fólki hafi það sem það þarf til að líða eins vel og hægt er. Skattar eru peningar sem fólk og fyrirtæki borga til ríkisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=