Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 29 Stjórnmálaflokkar bls. 54 Spurningarnar neðst á blaðsíðunni gefa tækifæri á sjálfstæðri rannsóknarvinnu nemenda þar sem þeir finna nöfn stjórnmálaflokka og alþingismanna á Íslandi. Spurningin efst á blaðsíðu 55 gefur tækifæri til umræðna í bekknum um kosningarétt kvenna. Tengt verkefni í bókinni: Verkefni 3-4 bls. 59 Verkefni nemenda: • Vinnið saman í hópum og búið til ykkar eigin stjórnmálaflokk, í anda flokkanna á síðu 54. • Veljið nafn á flokkinn. • Veljið 4-6 málefni sem ykkur finnst mjög mikilvæg. • Búið til merki flokksins. • Kynnið flokkinn ykkar í bekknum og hlustið á kynningar hinna hópanna. Kvenréttindadagurinn 19. júní bls. 55 Kosningaleikur Kveikja: Mynd: Fólk safnast saman á Austurvelli 7. júlí 1915 til þess að fagna kosningarétti kvenna. Hlutverk: Leikstjórnandi les textann og stýrir framvindunni. Reiknimeistari getur reiknað prósentur og velur hverjir fara inn í hringinn, samkvæmt útreikningum. Ritari skráir ártölin á töfluna. Fólkið (bekkurinn) er landsmenn, 25 ára eða eldri. Um það bil helmingur er karlar og helmingur konur. Ath. að kyn landsmanna þarf alls ekki að fylgja kyni barnanna. Það má til dæmis draga um kynhlutverk. Leikurinn: Leikstjórnandi: Árið er 1843 og Íslendingar fá kosningarétt í fyrsta sinn. Klöppum fyrir því! En það fá ekki allir að kjósa. Aðeins karlmenn 25 ára og eldri sem eiga stóra jörð eða hús úr múr eða timbri í bæ eða þorpi og eru ekki vinnumenn mega kjósa. Þannig að konurnar setjast niður núna, þær mega ekki vera með. Á þessum tíma býr flest fólk í sveit, oft á litlum jörðum, kotum og hjáleigum. Margir eiga ekki eigin jörð heldur eru vinnumenn hjá öðrum. Alþýða manna bjó auk þess í torfbæjum. Þannig að talið er að 2% landsmanna hafi haft rétt á að kjósa. Reiknimeistari, hvað mega margir kjósa í þetta sinn? Reiknimeistari gefur rétta tölu og bendir á þá sem mega fara inn í kosningahringinn. Ef bekkurinn er fámennur og 2% þannig minna en einn, þá má til dæmis setja hönd eða fót inn í hringinn. Leikstjórnandi: Árið er 1903. Nú mega allir karlmenn sem eru ekki vinnumenn og ekki mjög fátækir taka þátt, þannig að 65% karlmanna mega núna kjósa. Reiknimeistari, hvað mega margir karlmenn fara inn í kosningahringinn núna? Reiknimeistari gefur rétta tölu og bendir á þá sem mega bætast við kosningahringinn. Munið að telja þá sem sem eru þegar inni í hringnum með, þannig að ef 65% „karla“ eru til dæmis 9 og ½ fór inn í síðustu umferð þá bætast 8 ½ við. Leikstjórnandi: Árið er 1915. Nú mega vinnumenn, 40 ára og eldri kjósa. Það þýðir að um 84% karlmanna 25 ára og eldri hafa kosningarétt. Reiknimeistari, hvað mega margir karlmenn fara inn í kosningahringinn núna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=