Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 28 Hver býr til reglurnar? Bls. 52 Yfirvöld Hvað er vald? Kennari stjórnar stuttri hugstormun í bekknum þar sem nemendur reyna að skilgreina hugtakið með sínum eigin orðum. (Samkvæmt íslenskri orðabók er merkings orðsins máttur, forræði, yfirráð.) Þegar bekkurinn hefur sameinast um skilgreiningu/skilgreiningar á hugtakinu vald þá er komið að því að skoða hverjir eru með völd. Verkefnið Hver á að ákveða? úr Litla kompás getur hentað vel hér. Mismunandi yfirvöld Kveikja: Kennarinn sýnir mynd af alþingishúsinu og nærmynd af skjaldarmerki Kristjáns níunda (án þess að segja hvað það er) og spyr eitthvað í þessa átt: Hvað hús er þetta? Hvaða merki er á þakinu? Hvers vegna haldið þið að það sé kóróna á þakinu? Síðan horfir bekkurinn saman á Krakkafréttir heimsækja Alþingishúsið. Athugið að myndbandið er neðst á síðunni. Einræði – Lýðræði bls. 53 Umræður um myndirnar á síðunni: Hvaða einræðisherra hefur þú heyrt um? Verkefni nemenda: Veljið ykkur einn einræðisherra og finnið fimm til tíu mikilvægar staðreyndir um viðkomandi. Búið til upplýsingaspjald með mynd af einræðisherranum, nafni landsins og staðreyndunum sem þið funduð. Kynnið spjaldið í bekknum og hengið það upp á vegg. Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 6 bls. 59 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: MMS: Söguskinna bls. 26-30 - Anna Frank - Söguskinna - Kennsluleiðbeiningar bls. 12-14 Anna Frank. Britannica: Kim Jong-Un Vísindavefurinn: Af hverju eru svona strangar reglur í Norður-Kóreu? Planetrulers: Current World Dictators Freedom House: – Global Freedom Scores Ungmennavefur Alþingis: Kennsluverkefni Ungmennavefur Alþingis: Hugtakasafn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=