Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 27 LYDRÆDI Bls. 50–59 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur þekki og skilji hugtökin lýðræði og einræði, kynnist mismunandi yfirvöldum, stjórnmálum, stjórnmálaflokkum, kosningum og kosningarétti. Lykilhugtök kaflans Lýðræði er stjórnarfar þar sem almenningur kýs hverjir stjórna landinu. Yfirvald er fólk eða stofnun sem ræður miklu í samfélaginu. Einræði er stjórnarfar þar sem öll völd eru í höndum eins manns eða lítils hóps. Lýðræði er stjórnarfar þar sem almenningur kýs hverjir stjórna landinu. Seinni heimsstyrjöldin var stríð, sem hófst í Evrópu en breiddist síðan út til annarra heimsálfa og stóð í rúm sex ár. Alþingi er löggjafarþing Íslands. Hlutverk alþingis er meðal annars að setja lög. Stjórnmálaflokkur er skipuleg samtök fólks sem berst fyrir ákveðinni stefnu og markmiðum í stjórnmálum og sækist jafnframt eftir að ná eða viðhalda völdum í samfélaginu. Kosningar eru formleg leið fyrir fólk að velja persónur eða hópa í ákveðin hlutverk, til dæmis í embætti eða á þing. Alþingi er löggjafarþing Íslands. Hlutverk alþingis er meðal annars að setja lög. Alþingismaður er manneskja sem hefur verið valin í kosningum til að sitja á þingi. Lög eru reglur sem allir þurfa að fylgja. Lýðræði er stjórnarfar þar sem almenningur kýs hverjir stjórna landinu. Fulltrúalýðræði sama og óbeint lýðræði: Þegar kjósendur í lýðræðisríki velja fulltrúa sína sem svo taka ákvarðanir, til dæmis á þingi og í sveitarstjórnum. Hvað merkir orðið lýðræði? Bls. 50–51 Kveikja: Kennari sýnir nemendum myndband um lýðræðið í Aþenu til forna. Það er mikið úrval myndbanda um þetta efni á netinu, til dæmis: TED-Ed: What did democracy really mean in Athens? og TED-Ed: A day in the life of an ancient Athenian. Eftir myndbandið ræða nemendur myndbandið í bekknum og bera gjarna saman lýðræðið í Aþenu til forna og lýðræði eins og við þekkjum það. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: MMS: Grikkland hið forna – lýðræðið í Aþenu MMS: Litli-kompás – handbók um mannréttindamenntun fyrir börn – lýðræði
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=