Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 26 Hvað hefur breyst? bls. 45–46 Á þessum tveimur blaðsíðum er eins konar yfirlit yfir sumt af því sem hefur breyst á síðustu um það bil 100–200 árum. Það er óhætt að fullyrða að mjög margt hefur breyst og batnað til muna á þessum tíma. Sumt hefur þó versnað. Mengun er eitt af stóru vandamálum nútímans sem okkur mannfólkinu hefur ekki enn tekist að leysa. Verkefnið neðst á blaðsíðu 46 gefur tilefni til lausnamiðaðra umræðna í bekknum. Hér má til dæmis byrja á hugstormun með bekknum og ræða spurninguna: Hvernig er hægt að draga úr umferð? • Kennari og/eða ritarar bekkjarins skrifa hugmyndir bekkjarins á töflu eða skjá. • Ef nemendur koma eingöngu með tillögur sem beinast að þeim sjálfum og fjölskyldu þeirra getur kennari beint athyglinni að því að fleiri bera ábyrgð en einstaklingar (stjórnvöld og fyrirtæki). • Hér er hægt að láta staðar numið, en ef kennari og nemendur vilja halda áfram þá geta nemendur unnið áfram með einhverjar af tillögunum sem komu fram. Þeir geta til dæmis kynnt sér málið nánar, eða útfært eina tillögu myndrænt. • Nemendur kynna svo vinnu sína í bekknum og ef til vill einnig í skóla- eða bekkjarblaði, á veggspjöldum eða á annan hátt sem hentar hverju sinni. Tengd verkefni úr bókinni: verkefni 4 og 7 bls. 48 Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Visindavefurinn: Hvað er svifryk? Vísindavefurinn: Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl? Vísindavefurinn: Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú? Læknablaðið: Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna – Yfirlitsgrein Læknablaðið: Uppruni helstu loftmengunarefna sem mæld eru á Íslandi – tafla úr grein Mynd bls. 47. Umræður um myndina, til dæmis: • Sumu fólki líður vel í asa borgar, öðrum ekki. Hvar finnst þér best að vera? • Settu þig í spor barnsins á myndinni. Hvernig líður þér? • Ef þú gætir losnað við eina hávaðauppsprettu, hvað myndir þú velja og hvers vegna? • Það eru auglýsingar á myndinni. Hvar sérð þú auglýsingar? • Hafa auglýsingar á þig? Hvernig þá?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=