Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 24 Verkefni nemenda: Hugsið ykkur að þið búið í samfélagi þar sem peningar eru lítið eða ekkert notaðir og að þið getið bara verslað við eina verslun. Ykkur vantar ýmislegt og þið eruð með nokkra hluti sem þið getið notað til að skipta í versluninni. Sumir eru með meira en aðrir, gæðunum er misskipt eins og oft vill verða í lífinu. Reynið að skipta á því sem þið eruð með, fyrir eitthvað af því sem er í versluninni. Þið verðið að semja við verslunarfólkið og reyna að fá sem mest út úr skiptunum. Reynið að rökstyðja verðgildi hlutanna ykkar. Til dæmis: Mér finnst að ég ætti að fá þrjá blýanta fyrir strokleðrið, vegna þess að þið eruð með mikið af blýöntum til sölu, en ekkert strokleður. Þið megið ekki reiðast eða koma illa fram við verslunarfólkið, þetta er eina verslunin sem þið hafið aðgang að og þið getið ekki án hennar verið. Verslunarfólkið vill gefa sem minnst fyrir hlutina, en það þarf samt á vöruskiptunum að halda svo verslunin gangi. Reynið að komast að samkomulagi um vöruskiptin. Þeir sem eiga lítið eða ekkert geta reynt að bjóða vinnu fyrir hluti. Umræður eftir leikinn: • Hvernig gekk? • Var erfitt að ákveða verð hlutanna? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Hafið þið farið á skiptimarkað? Myndi ykkur langa að prófa? Ég fer í fríið bls. 41 Kveikja: Kennari varpar skóladagatali skólans upp á skjá. Bekkurinn skoðar saman frídaga ársins og telur þá. Dæmi um umræðupunkta fyrir bekkinn: • Hvað eru margir frídagar í skólanum á einu ári? • Hversu margir af þessum dögum eru frí fyrir flesta landsmenn (fullorðna líka) og hversu margir eru sérstakir skólafrídagar? • Hvað finnst ykkur um þennan dagafjölda (of lítið/mikið/hæfilegt)? • Hvernig haldið þið að það sé að hafa aldrei eða næstum aldrei frí? Ferðalög um landið í gamla daga (spurningar neðst á síðu 41). Áður en nemendur skoða landakortið og velta fyrir sér mögulegum leiðum er tilvalið að sýna kvikmyndabrot sem sýna fararmáta fyrri tíma, til dæmis: Kvikmyndasafn Íslands: Stóðréttir Í myndinni sést meðal annars maður sundríða yfir djúpa á (0:10-0:20) Ósvaldur Knudsen: Sveitin milli sanda. Í myndinni sést hvernig farið er yfir á, á hesti, fótgangandi og á gamalli dráttarvél (1:43 - 2:19 ). Í lokin sést ferð með klyfjahesta yfir jökul (26:51 - 28:06) Kvikmyndasjóður Skaftfellinga: Samgöngur á sjó Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Ísland á filmu MMS: Ingunn Snædal, Íslensk ferðalög

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=