Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 23 Stórar fjölskyldur – lítil hús (bls. 39) Kveikja: Kennari skoðar myndir af torfbæjum með bekknum. Til dæmis þessar. Hér er gott að hvetja nemendur til að skoða myndirnar vandlega. Hvernig er fólkið klætt? Hvaða húsbúnaður sést? Á fyrstu myndinni kveðjast karlmenn með kossi. Er það gert í dag? Fleiri spurningar og punktar til umræðu í bekknum: • Myndirnar eru teknar árið 1935. Guðmundur bóndi fæddist árið 1906. Hvað er hann gamall þegar myndirnar eru teknar? • Kona hans Guðmunda Jónsdóttir fæddist árið 1908 og dó árið 1937, tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar. Þá hafði hún eignast tvö börn í viðbót við drengina sem eru á myndunum. Hvað var Guðmunda gömul þegar hún dó? • Torfbærinn á myndunum er ekki með rafmagni, ekki rennandi vatni og hvorki með klósetti eða baði. Fólkið á myndunum er samt hreint og fínt. Hvernig heldur þú að það hafi farið að því að þvo fatnað og baða sig? • Hafið þið komið í torfbæ? Hvernig var innanhúss? • Hvernig haldið þið að það hafi verið að búa í torfbæ? Hvaða kosti og galla getið þið ímyndað ykkur? Fleiri verkefni nemenda: • Hvað er torf? Flettið orðinu upp í orðabók eða leitið á netinu. • Voru torfbæir bara úr torfi? Aflið ykkur upplýsinga um torfbæi og byggingu þeirra. Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 3 bls 49 Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Ljósmyndasafn Bruno Schweizer Photographs by Willem van de Poll in Iceland (1934) Ótrúlegar ljósmyndir af Íslandi eftir hollenska meistarann Willem van de Poll, 1934 Torfbæir í Reykjavík Torfbæir á Íslandi MMS: Vísis kaffið gerir alla glaða - Dagblaðaauglýsingar í dymbilviku í hundrað ár Vöruskipti bls. 40 Umræður í bekknum: Hvenær var „í gamla daga“ samkvæmt þínum skilningi? Búðarleikur: Kennari og/eða nemendur safna saman ólíkum hlutum. Það kemur mjög margt til greina, svo sem ritföng, bækur, pottablóm, leikföng eða ávextir. Aðalatriðið er að fjölbreytt úrval ólíkra hluta. Það er líka hægt að biðja nemendur að teikna hluti og klippa þá út, nota mislita kubba, eða annað sem kennara eða nemendum dettur í hug. Um það bil helmingur hlutanna fer í „verslun“ í stofunni. Hitt skiptist á milli nemenda. Hér er um að gera að skipta ekki jafnt. Til dæmis geta tveir nemendur verið stórbændur og fengið meira en hinir, nokkrir eru þá vinnufólk og fá bara einn hlut, en flestir eru smábændur og fá til dæmis þrjá til fjóra hluti. Það getur verið gott að láta nemendur draga hlutverk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=