Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 22 Verkefni nemenda: • Hvað hefðuð þið sagt við Egil eftir morðið? • Endurskrifið vísuna út frá því. Til dæmis: Þat mæltu Siggi og Steina/ að mér skyldi kaupa/ reiðistjórnunarnámskeið… Hér er ekki ætlast til að nemendur fylgi bragarhætti kvæðisins nákvæmlega. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Menntamálastofnun: Víkingaöld Menntamálastofnun: Egils saga Menntamálastofnun: Frá Róm til Þingvalla – Víkingaskip og víkingaöld Menntamálastofnun: Textar úr 30 frægustu víkingarnir Halló heimur 2: Landnám Íslands Komdu og skoðaðu landnámið Sögueyjan 1 Vísindavefurinn: Hvenær var víkingaöld? Vísindavefurinn: Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga? Vísindavefurinn: Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? Draken Harald Hårfagre: Storm in The Labrador Sea Ísland fyrir 150 árum bls. 38 Bekkurinn skoðar töfluna á bls 38 saman. Eftir umræður geta nemendur til dæmis valið annað hvort verkefnanna á blaðsíðunni. Kennari getur líka valið að skipta sjúkdómunum sem nefndir eru á milli hópa eða einstaklinga og biðja nemendur svo að kynna „sinn“ sjúkdóm í bekknum. Þannig fá nemendur upplýsingar um alla sjúkdómana. Viðtalsverkefnið um Covid 19 getur verið eins lítið eða stórt og hver kennari kýs. Það er til dæmis hægt að biðja nemendur að spyrja nokkra fullorðna um áhrif Covid tímans og kynna svo svörin í bekknum. Það er líka hægt að biðja nemendur að taka ítarlegra viðtal við eina manneskju. Áður en vinna nemenda hefst kynnir kennari þetta skjal fyrir nemendum. Viðtölin sem nemendur taka geta verið merkileg heimild um óvenjulega tíma. Það er tilvalið að gera þeim hátt undir höfði með því að safna þeim saman í bækling, bók eða vefsíðu. Athugið að ef til stendur að birta viðtölin þá þurfa nemendur að fá skriflegt leyfi viðmælenda. Áður en vinna nemenda hefst þarf kennari að útskýra muninn á opnum og lokuðum spurningum. Það er tilvalið að semja ítarlegri spurningalista með bekknum. Best er að nemendur búi sjálfir til spurningar, en kennari getur komið þeim á sporið með spurningum eins og: • Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið Covid? • Hvað var það versta við Covid tímann? • En það besta? • Veiktist þú af Covid? Hvernig var það? • Hvaða áhrif hafði einangrunin á þig? Ítarefni fyrir kennara og nemendur: MMS – Á ferð um samfélagið, kennsluleiðbeiningar – Að taka viðtal

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=