Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 21 Þrælar og ambáttir bls. 36 Kennari: Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda heimsins. Fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, bannar þrælkun og þrælahaldi. En hvað er þrælahald? Í samningnum frá 1926 er þrælahald skilgreint sem staða eða ástand þar sem eignarhaldi er slegið yfir einstakling. Það er að segja þegar einn eða fleiri einstaklingar telja sig eiga aðra manneskju og geta notfært sér hana. Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 2 bls 48. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Barnasáttmálinn: Grein 35 Vísindavefurinn: Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi? Mannréttindaskrifstofa: Bann við þrældómi og nauðungarvinnu. Landnemar bls. 36 Verkefni nemenda: 1. Hugsaðu þér að þú sért í Noregi árið 870 eða þar um bil. Þig langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi og helst auðgast líka í leiðinni. Þú hefur heyrt um eyju langt norð-vestur af landinu sem Flóki frændi þinn kallaði Ísland. Þig langar að fá vini þína til að koma með þér. Hvernig sannfærir þú þá? 2. Þú ert einn af vinunum sem hefur látið sannfærast. Þú ert skipulögð manneskja og vilt undirbúa allt vandlega. Skrifaðu lista yfir allt sem þú ætlar að taka með í ferðina yfir hafið. Hafðu í huga að það er takmarkað pláss á skipinu og þú getur bara tekið með þér það sem til var á þessum landsvæði og á þessum tíma (þú getur til dæmis hvorki farið í gúmmístígvélum né tekið banana með þér). Víkingar bls. 37 Kveikja: Horrible Histories - Warrior: Viking vs Monk | Vicious Viking Umræður um myndbandið: Hvaða viðhorf gagnvart víkingum kemur fram í myndbandinu? Verkefni nemenda: Kennari: Í Egils sögu Skallagrímssonar er sagt að þegar Egill var þriggja ára hafi pabbi hans bannað honum að fara með í veislu því hann kynni ekki að haga sér í drykkjuveislu, hann væri nógu erfiður ódrukkinn. Egill sætti sig ekki við þetta heldur tók hest og reið einn langa leið í veisluna. Þegar Egill var sex ára þá á hann að hafa drepið nokkrum árum eldri dreng með exi, eftir að sá eldri hafði hann undir í knattleik. Þá sagði móðir hans að hann væri víkingsefni. Þá kvað Egill: Þat mælti mín móðir Umræður í bekknum: • Finnst ykkur líklegt að þetta hafi gerst í alvörunni? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Er það hrós að kalla barn víkingsefni? Hvers vegna/hvers vegna ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=