Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 19 Þekking og reynsla bls 30–31 Kennari fer yfir efnið með nemendum og stjórnar umræðum um spurningarnar neðst á bls. 31. Verkefni nemenda: Hvaða reynslu hefur þú? Nemendur vinna saman í hópum og velja eitt af eftirfarandi verkefnum: • Búið til leiðbeiningabækling eða myndband fyrir nýja nemendur í skólanum - áskorun - skrifið leiðbeiningarnar á öðru tungumáli en íslensku. • Búið til leiðbeiningabækling eða kennslumyndband um nútímasamfélag fyrir tímaflakkara frá árinu 1823. • Skrifið leiðbeiningabækling eða búið til myndband fyrir nýja íbúa í hverfinu/ bænum/ þorpinu/sveitinni • Skrifið leiðbeiningabækling eða búið til myndband þar sem þið kynnið áhugaverða staði í þínu nágrenni. • Skrifið leiðbeiningabækling eða búið til myndband fyrir börn sem koma í heimsókn frá regnskógum Brasilíu. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Þjóðminjasafnið: Líf og leikir barna áður fyrr. Börn og menning: Barnavinna og ólík sjónarmið Þjóðminjasafnið: Mynd af börnum að bera saltfisk Morgunblaðið 30.11.1979: Barnavinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=