Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 17 Hverjir ráða? bls 26 Verkefni nemenda: Hvernig myndir þú útskýra orðin alþingismaður, alþingi og kosningar með mynd eða myndum? Teiknaðu mynd sem útskýrir eitt eða fleiri af þessum orðum. Athugaðu að það má aðeins skrifa orðið sem verið er að útskýra á myndina, ekkert annað. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Ungmennavefur Alþingis: Kennsluverkefni Ungmennavefur Alþingis: Hugtakasafn Gaman saman bls. 27 Bókin Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard kom fyrst út árið 1942 í Danmörku. Bókin hefur notið gífurlega vinsælda. Hún hefur verið þýdd yfir á 40 tungumál og selst í milljónum eintaka. Umræður: • Hvers vegna haldið þið að bókin hafi orðið svona fræg? • Skoðið myndirnar í bókinni. Er þetta ný eða gömul bók? Hvernig sjáið þið það? Spurningarnar neðst á blaðsíðu 27: • Getur manneskja sem er ein á allri jörðinni yfirleitt gert eitthvað? • Getur verið slæmt að gera það sem mann langar til? Hvernig þá? Seinni spurningin gefur tækifæri til að ræða mörk. Það er, hvað er ekki gott fyrir okkur að gera, jafnvel þó okkur langi kannski stundum til þess. Hér er mikilvægt að kennari stjórni ekki umræðum um of, heldur leyfi nemendum að ráða ferðinni. Öryggi bls. 28 Hugstormun: hvaða ofurhetjur þekkið þið? Hvernig ofurkrafta hafa þær? Verkefni nemenda – hversdagslega ofurhetjan. • Hugsaðu um hversdagslega ofurhetju sem getur ekkert umfram það sem venjulegt fólk getur og lítur venjulega út. • Hvernig gæti þannig manneskja verið ofurhetja? • Hvað þyrfti hún þá að gera? • Lýstu ofurhetjunni þinni með orðum, á mynd eða hvoru tveggja. Hvert leitar þú ef: Þessar spurningar geta hentað til umræðu í bekknum, í minni hópum eða til einstaklingsumhugsunar. Það er líka hægt að breyta spurningunum í almennari klípusögur eins og þessar:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=