Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 14 nýyrði eins og Jónas gerði. Kynnið nýyrðin ykkar í bekknum. Ef ykkur tekst að smíða frábær orð þá getið þið komið þeim á framfæri við Íslenska málstöð. Þjóðsöngvar – verkefni nemenda: • Nemendur vinna saman í hópum og skoða texta þjóðsöngva að eigin vali. Þeir mega velja hvaða þjóðsöng sem er (ef þeir geta skilið textann eða fundið leið til þess). Þeir eiga að skoða öll erindin, ekki bara það fyrsta. Hér er gott að minna nemendur á að þeir þurfa ekki að skilja hvert einasta orð, það er nóg að átta sig á merkingunni. • Hver hópur tekur saman efni textans og skrifar örfá orð þar sem lýsa efninu og laginu. Til dæmis: sálmur, fjallar um guð, landið og tímann, frekar erfitt að syngja; fjallar um að guð eigi að vernda kónginn, auðvelt að syngja - og svo framvegis. Hópurinn kynnir sér líka þjóðfána landsins og útvegar eða útbýr mynd af honum. • Þegar allir hóparnir eru tilbúnir þá kynna þeir „sinn“ þjóðsöng og þjóðfána í bekknum og spila þjóðsönginn fyrir bekkinn. Til gamans: Það er algengt að fólk kunni bara fyrsta erindi þjóðsöngs. Það er tekið mið af þessu í þjóðsöng borgríkisins Ankh Morpork, sem er hluti af fantasíuheimi rithöfundarins Sir Terry Pratchett. Seinna erindið samanstendur þannig að miklu leyti af ner ner ner ner ner. Lagið var spilað í þætti útvarps BBC um þjóðsöngva þann 15. janúar 1999. Fjölmenningarsamfélag bls. 16 Kveikja: What Does ‘Multicultural’ Mean? Umræður og verkefni út frá myndbandinu: • Nefndu eitt atriði sem þér fannst merkilegt, eitt sem kom á óvart og eitt sem þú vissir fyrir. • Útskýrðu orðið fjölmenning í einni stuttri setningu. • Útskýrðu orðið fjölmenning myndrænt, án orða. Þú getur notað hvaða tækni sem er, til dæmis teikningu eða klippimynd. Fordómar bls. 17 Umræður: Tekur þú eftir fordómum í kringum þig? Getur þú nefnt dæmi? Kennari eða ritari/ar bekkjarins skrá jafn óðum á töflu eða skjá. Listinn getur komið að gagni í næsta verkefni. Fordómafræðararnir – leikþáttur: • Nemendur vinna saman í litlum hópum og búa til leikþátt út frá eigin reynslu af fordómum eða með því að styðjast við listann úr síðasta verkefni. • Í leikþættinum verður manneskja fyrir fordómum af einhverju tagi. Eitt eða fleiri vitni ganga inn í aðstæðurnar og fræða fordómapésann/pésana vinsamlega en ákveðið. • Hver hópur semur leikþátt, æfir hann og flytur hann svo í bekknum. • Nemendur geta leikið sjálfir, notað leikbrúður, tekið myndband, leiklesið eða notað aðra aðferð að eigin vali.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=