Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 13 Aukaefni: Fólk lærir hvert af öðru. Hugmyndir berast á milli landa og stundum getur verið erfitt að sjá uppruna hlutanna. Ég er kominn heim er gjarna sungið á landsleikjum og íþróttaviðburðum. En hvaða kemur þetta lag? Er það íslenskt? Hér má gjarna vekja athygli nemenda á að lagið er nokkuð mikið breytt í íslensku útgáfunni og biðja þá að taka eftir því hvað er breytt og hvað ekki. Hvað með víkingaklappið? Það hlýtur að vera alíslenskt – eða hvað? Dettur ykkur eitthvað fleira í hug sem virðist íslenskt að uppruna, en er það ekki í raun? Þorramatur bls. 14 Umræður um mynd: • Hvað er á bakkanum? • Mest af matnum er súrsað, þurrkað eða reykt. Hvers vegna var fólk að gera þetta við matinn? (Fyrir tíma rafmagns og ísskápa gat verið vandasamt að geyma mat. Lömbum var til dæmis slátrað á haustin og kjötið þurfti helst að endast fram á vor. Salt var lúxusvara og matur var því reyktur, þurrkaður, kæstur eða settur í súr.) Um þorramatinn: Þorramatur er hefðbundinn íslenskur matur, t.d. súrmatur, flatkökur, hangikjöt og hákarl. Oft borðaður á þorranum og á þorrablótum. Þorri er gamalt mánaðarheiti. Þorrinn hefst föstudaginn í 13. viku vetrar (19-26 jan.). Þorrablót er veisla með þorramat sem haldin er á þorranum. • Svið eru oftast haus af kind sem hefur verið sagaður í tvennt og sviðinn með eldi áður en hann er soðinn. • Lifrarpylsa er matur sem er gerður úr hakkaðri kindalifur, mjöli og mör (kindafitu) og soðinn í litlum pokum úr kindamaga (vömb) eða plasti. • Blóðmör er matur sem er gerður úr kindablóði, mjöli og mör (kindafitu) og soðinn í litlum pokum úr kindamaga (vömb) eða plasti. • Hrútspungar eru pungar af hrútum. Oftast súrsaðir fyrir suðu. • Að súrsa er að gera mat súran með því að leggja hann í mysu til að auka geymsluþol. • Mysa er vökvi sem skilst frá þegar mjólk er hleypt við skyr- eða ostagerð. Dagur íslenskrar tungu bls. 15 Kveikja: Kennari sýnir nemendum lista yfir nýyrði Jónasar Hallgrímssonar: Hvað eiga flest nýyrði Jónasar sameiginlegt? (Þau eru samsett og lýsandi t.d. hring-braut, haga-mús, lin-dýr og tungl-myrkvi. Nýyrðasmiðja bekkjarins – hópvinna: • Hugsið um orð sem þið segið oft eða alltaf á ensku. Til dæmis orð tengd tölvuleikjum og tækni. Skrifið orðin á blað. • Eru til íslenskar þýðingar á þessum orðum? • Leitið til dæmis í orðabókum, Íðorðabankanum og Hugtakasafni þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þið getið líka spurt aðra hópa, rætt við fullorðna eða fundið ykkar eigin leiðir. • Skrifið íslensku þýðinguna við orðin. • Ef þið finnið enga þýðingu, eða ef ykkur finnst íslenska útgáfan ekki nógu góð, þá smíðið þið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=