Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 12 Sumt er eins en annað ekki bls. 10 Teikniverkefni í upphafi: Kennari biður nemendur að teikna það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir hugsa um fyrsta skóladaginn á til dæmis 10 mínútum og leggur áherslu á að teiknigeta eða stíll skipta ekki máli, Óli prik dugar alveg. Þegar mínúturnar eru liðnar setjast nemendur saman í litla hópa, sýna myndirnar og segja frá þeim. Umræða: • „Börnum er kennt að lesa, skrifa og reikna“ segir í textanum á blaðsíðunni. Það er vissulega rétt, en hvað fleira læra börn í íslenskum skólum? • Hvað finnst þér nauðsynlegt að kunna til að komast vel af í lífinu? Er það kennt í skólanum? Ef ekki, hvar getur þú lært það? Brasilía bls. 11 Í upphafi: Kennari sýnir nemendum heimskort þar sem löndin eru ekki merkt með nafni. Til dæmis þetta og spyr nemendur: • Hvar er Brasilía? • Í hvaða heimsálfu er landið? • Hvaða lönd liggja að Brasilíu? Verkefni til viðbótar við spurningarnar á síðunni: • Hugsið ykkur að þið hafið eina viku til að læra það sem þarf svo þið getið bjargað ykkur í frumskóginum í þrjá daga? Hvað er mikilvægast að læra? Hvað væri gott að kunna, en kannski ekki alveg nauðsynlegt? Skrifið lista yfir það sem þið þyrftuð að kunna og raðið atriðunum eftir mikilvægi. Aukaverkefni: Hvað er regnskógur? Kynntu þér regnskóga. Til dæmis helstu einkenni þeirra, hvar þeir eru í heiminum og hvers vegna þeir eru stundum kallaðir lungu jarðar. Eru Íslendingar öðruvísi en aðrir? Bls. 12–13 Kveikja: Who are the Danes? Umræður í bekknum: Um hvað var spurt í myndbandinu? (Who are the Danes; What is their reputation; How are the Danes?). Til hvers var þetta myndband framleitt? Hvernig sjáið þið það? • Kennari skiptir bekknum upp í hópa og gefur hópunum stuttan tíma (t.d. 5 mínútur) til að svara spurningunum í myndbandinu - en í þetta sinn eiga þær að fjalla um Íslendinga. • Hóparnir kynna svörin og kennari og/eða ritarar úr bekknum skrá svörin á töflu eða skjá. • Bekkurinn skoðar svör hópanna saman. Eru svör hópanna lík eða ólík? • Hvað svör (ef einhver) væri hægt að nota í myndbandi sem ætti að laða fólk til Íslands? • Hvaða svör (ef einhver) gætu hentað í fræðsluefni um Ísland og Íslendinga? • Er hægt að svara svona spurningum yfirleitt svo vel sé? Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 2 bls. 21.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=