Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 11 staðna. En þekkja þeir lag um sáttan einfara? Hvernig myndi svoleiðis texti hljóma? Og hvernig lag myndi passa við? Nemendur vinna í hópum og búa til hugmynd að lagi og texta um sáttan einfara. Þeir sem hafa áhuga geta klárað verkefnið með því að búa til lag og texta og flytja afraksturinn í bekknum. Hvaða samfélögum tilheyrið þið? Bls. 9 Umræður í upphafi: 1. Hvað er fjölskylda? 2. Eru allar fjölskyldur eins? Hvernig eru þær ólíkar? 3. Hvað er stórfjölskylda? Hverjir tilheyra henni? 4. Hversu margar gerðir af fjölskyldum eru hjá nemendum í hópnum. Feitletur orð – skilgreiningar Nemendur vinna saman í námspörum og fá afmarkaðan tíma, til dæmis þrjár mínútur, til að ræða feitletruðu hugtökin og skrifa skilgreiningar sínar niður. Kennari minnir á að hér er ekki verið að leita að réttum eða röngum svörum, aðeins þeim skilningi sem nemendur leggja í hugtökin. Þegar tíminn er liðinn kynna pörin niðurstöður sínar. Kennari og/eða ritarar bekkjarins skrá skilgreiningarnar jafnóðum á töfluna. Hér getur verið gott að skrifa niður fyrstu skilgreininguna og bæta svo við því sem hin pörin leggja til, þannig að það sé ekki verið að skrifa það sama margsinnis. Kennari stjórnar umræðum um niðurstöðurnar. Er mikill munur á þeim, eða er bekkurinn að miklu leyti sammála? Getur bekkurinn kannski sameinast um skilgreiningar á hugtökunum? Verkefni nemenda: Hér er tilvalið að skipta bekknum upp í hópa og fela hverjum hópi að finna svör við eftirfarandi spurningasettum: • Hvað heitir skólinn ykkar? Hvenær var skólinn stofnaður? Hvað eru margir nemendur í honum? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um skólann eða umhverfi hans.* • Hvað heitir sveitarfélagið ykkar? Hvenær var það stofnað? Hvað er margir íbúar í sveitarfélaginu? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um sveitarfélagið og/eða umhverfi þess. • Hvað búa margir á Íslandi? Nefnið þrjú lönd sem eru með svipaðan mannfjölda og Ísland. Um það bil hvenær settust fyrstu landnemarnir að á Íslandi? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um Ísland. • Hvernig skrifar þú átta þúsund milljónir með tölustöfum? Hver eru þrjú fjölmennustu lönd jarðarinnar? Hvað búa margir í hverju þeirra? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um mannkynið. * skemmtilegu staðreyndirnar geta verið hvað sem er. Til dæmis: Það er álfahóll á skólalóðinni, afrek nemenda skólans (Skólahreysti, Skrekkur…), íþróttafélag í sveitarfélaginu, þekkt kennileiti í sveitarfélaginu eða á landinu, uppruni nafna, lega landsins (lengdar- og breiddargráður), og svo framvegis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=