Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 10 Tígrisdýr eru einfarar og ljón eru félagsverur Bls. 6–8 Verkefni nemenda: Vinnið saman í hópum og veljið ykkur eitt dýr sem er einfari (e. solitary animal) eða félagsvera (e. social animal). Aflið ykkur upplýsinga um lifnaðarhætti dýrsins. Deilið upplýsingunum með bekknum og kennaranum. Þið ráðið hvernig þið komið upplýsingunum á framfæri. Þið getið til dæmis skrifað stutta skýrslu og kynnt hana í bekknum, teiknað skýringarmyndir, búið til myndasögu eða leikþátt. Þetta þarf að koma fram, sama hvaða form þið veljið: • Hvar lifir dýrið? • Helstu einkenni dýrsins. • Hvers vegna er þetta dýr einfari/félagsvera? • Við hvaða aðstæður umgengst dýrið önnur dýr af sömu tegund? • Ein skemmtileg staðreynd um dýrið. Þetta verkefni byggir ofan á verkefni 3 á bls. 21. Einfari bls. 7 Einfari eða einmana? Verkefni nemenda: Kennari ræðir muninn á því að vera einn/n/tt og að vera einmana. Hér getur verið gott að biðja nemendur fyrst að skýra muninn og bæta svo við, ef þess þarf. Til dæmis svona: Orðið einn (ein, eitt) er hlutlaust. Viðkomandi manneskja er ein. Orðið segir ekkert um hvað henni finnst um það, aðeins að hún er ekki með öðrum. Orðið einmana er aftur á móti gildishlaðið. Manneskja sem er einmana saknar samvista við aðra. Í þessu verkefni vinna nemendur saman í pörum. Þeir skipta auðu blaði í tvennt og túlka manneskju eða dýr sem er einfari öðrum megin og manneskju sem er einmana hinum megin. Nemendur mega nota myndir, tákn, orð eða liti til að túlka muninn á þessum hugtökum. Að lokum hengja nemendur blöðin upp í bekknum og skoða blöð hinna. Umræður um mynd: Hver er á myndinni? (Appelsínugulur kirtill og hárlaust höfuð benda til þess að á myndinni sé Búddamunkur eða nunna). 1. Hvað er munkur og nunna? 2. Hvar búa þau? 3. Búa munkar og nunnur ein? 4. Hvað gera munkar og nunnur? 5. Hvernig fá þau peninga til að lifa? Aukaverkefni: Áhugasamir nemendur geta kynnt sér líf Búddamunka eða nunna, einir eða í minni hópum, og kynnt svo niðurstöður sínar fyrir bekknum. Aukaverkefni – Söngur einfarans Flestir nemendur kannast líklega við dægurlög sem fjalla um einmanaleika. Það þarf ekki annað að slá inn orðunum lonely eða einmana inn á streymisveitur til að fá tugi ef ekki hundruð niður-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=