ÉGOG SAMFÉLAGID Harpa Jónsdóttir KENNSLULEIDBEININGAR
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 2 Ég og samfélagið ISBN 978-9979-0-2901-4 Kennsluleiðbeiningar © 2023 Harpa Jónsdóttir, grunnskólakennari Ritstjóri: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Málfarslestur: Magdalena Björnsdóttir Menntamálastofnun Kópavogur Allur réttur áskilinn Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 3 Til kennara 5 Hæfniviðmið aðalnámskrár 5 Lykilhæfni 6 Samfélagið okkar 8 Hvað er samfélag? 9 Tígrisdýr eru einfarar og ljón eru félagsverur 10 Einfari 10 Hvaða samfélögum tilheyrið þið? 11 Sumt er eins en annað ekki 12 Brasilía 12 Eru Íslendingar öðruvísi en aðrir? 12 Þorramatur 13 Dagur íslenskrar tungu 13 Fjölmenningarsamfélag 14 Fordómar 14 Matarmenning 15 Fjölbreytt menning 15 Hrekkjavaka 15 Samvinna 16 Hver á að gera hvað? 16 Hverjir ráða? 17 Gaman saman 17 Öryggi 17 Samvinna 18 Umönnun 18 Þekking og reynsla 19 Ísland er landið 20 Gamla Ísland 20 Þrælar og ambáttir 21 Landnemar 21 Víkingar 21 Ísland fyrir 150 árum 22 Stórar fjölskyldur – lítil hús 23 Vöruskipti 23 Ég fer í fríið 24 Hverjir lifa lengst? 25 AAtsjÚÚÚ! 25 Hvað hefur breyst? 26 Lýðræði 27 Hvað merkir orðið lýðræði? 27 Hver býr til reglurnar? 28 Einræði – Lýðræði 28 Stjórnmálaflokkar 29 Kvenréttindadagurinn 19. júní 29 Beint lýðræði – Óbeint lýðræði 30 Hver ræður á Íslandi? 31 Lýðveldi 32 Forseti Íslands 32 Alþingi og kosningar 33 Kjördæmi 34 Verð ég að kjósa? 34 Sveitarfélög 35 Ríkisstjórnin 35 Skattar og skyldur 36 Efnisyfirlit
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 4 Hvers vegna eru lög og reglur? 37 Hvað má og hvað ekki? 37 Lagið um það sem er bannað 37 Reglur í fjölskyldunni 38 Reglur í skólanum 39 Reglur í samfélaginu 40 Dómstólar 41 Ósætti og refsingar 42 Hvernig er hægt að leysa úr deilumálum? 42 Barnasáttmálinn 42 Sakamál 43 Lögregla 43 Börn sem vitni 44 Börn sem brjóta af sér 44 Dómstólar 44 Fjölmiðlar 45 Hvað er að frétta? 46 Upplýsingaöld 47 Er það satt og falsfréttir? 47 Ekkert hatur 48 Netið hefur breytt lífi fólks 48 Hversu mikil netnotkun? 49 Tölvufíkn 49 Má setja hvað sem er á netið? 50 Stafrænt ofbeldi 51 Áður en þú byrjar 51 Z–X–Y kynslóðirnar 52 Út að aka 53 Umferðarreglur 53 Umferðarmerki – til hvers? 54 Farartæki barna og unglinga 54 Slys á börnum 55 Neyðarlínan 56 Öryggisbelti 57 Endurskinsmerki 57
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 5 TIL KENNARA Samfélagsgreinar eru í eðli sínu þverfaglegt viðfangsefni sem samanstendur meðal annars af félagsfræði, mannfræði, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni, heimspeki, sálfræði, kynjafræði og siðfræði. Þannig má segja að samfélagsgreinum sé fátt mannlegt óvið- komandi. Samfélagsgreinar hjálpa börnum að skilja veröldina í kringum sig, jafnt nærsamfélög og nánustu fjölskyldu sem stærri samfélög og heiminn allan. Fyrsti kaflinn í bókinni fjallar um margs konar samfélög og menningu. Í öðrum kafla er meðal annars litið til samvinnu og samveru. Í þriðja kaflanum er fjallað fyrri tíma, bæði á Íslandi og annars staðar. Fjórði kaflinn skoðar lýðræði frá ýmsum sjónarhornum. Fimmti kaflinn heldur áfram á svipaðri braut með því að segja frá stjórnarfari á Íslandi. Sjötti og sjöundi kaflinn fjalla um lög, reglur, dómstóla og fleira því tengt. Í áttunda kaflanum er röðin komin að fjölmiðlum og netinu og níundi og síðasti kaflinn fjallar um umferðarreglur, faratæki, öryggi og slys. Allir kaflarnir geta staðið einir og hægt er að kenna efnið í þeirri röð sem hentar hverju sinni. Hverjum kafla í bókinni fylgja verkefni og spurningar. Þessi verkefni er hægt að nota til að rifja upp efni kaflanna eða vinna þau meðfram þeim undirköflum sem þau tengjast. Í þessum kennsluleiðbeiningum eru fleiri verkefni og hugmyndir sem ætlað er að dýpka vinnu nemenda og tengja efnið við líf þeirra, þekkingu og reynslu og einnig aðrar námsgreinar. Flest verkefni bókarinnar og kennsluleiðbeininganna geta bæði verið hóp- og einstaklingsverkefni. Ég og samfélagið er önnur bókin í þriggja bóka flokki. Hinar eru Ég og sjálfsmyndin sem er þegar komin út og Ég og umheimurinn sem er væntanleg síðar. Bókin byggir á grunnþáttum menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á grunnþættina jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, læsi og sköpun. Hæfniviðmið aðalnámskrár Ég og samfélagið tekur mið af hæfniviðmiðum við lok 7. bekkjar, sérstaklega í samfélagsgreinum, lykilhæfni og íslensku. Námsefnið hentar vel til þverfaglegar kennslu og samþættingar, meðal annars við listgreinar og upplýsinga- og tæknimennt. Val kennara hefur talsverð áhrif á hvaða hæfniviðmiðum er mætt í hverjum kafla og verkefni og kennarar geta bætt við eða tekið frá hæfniviðmið eftir því sem hentar hverju sinni. Samfélagsgreinar – Reynsluheimur Nemandi getur: • fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta, • greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf, • aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum. • notað mikilvæg hugtök til að fjalla um menningar- og samfélagsmálefni, • metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð, • velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsskipulagi og þjóðfélagshreyfingum, • lýst einkennum og þróun íslensks þjóðfélags og tekið dæmi um mikilvæga áhrifaþætti, • dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar, • gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra,
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 6 • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta, • gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins, • gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu, • séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni. Samfélagsgreinar – Hugarheimur Nemandi getur: • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, • metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra, • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess, • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum. Samfélagsgreinar – Félagsheimur Nemandi getur: • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu, • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt, • rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga, • tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum, • tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra, • nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda, • sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra, • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra, • rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum, • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt, • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju. Lykilhæfni Lykilhæfni – Tjáning og miðlun Nemandi getur: • tjáð hugsanir sínar og tilfinningar skipulega og á viðeigandi hátt með ýmsum miðlum, • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni, • hlustað eftir rökum og upplýsingum í samræðum og byggt upp röksemdafærslu í máli sínu og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, • tekið mið af og lagað framsetningu að kröfum eða þörfum viðmælenda og notað viðeigandi hugtök og orðaforða sem tengist umfjöllunarefni hverju sinni, • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 7 Lykilhæfni – skapandi og gagnrýnin hugsun Nemandi getur: • spurt spurninga og sett fram áætlun um efnistök og úrlausn verkefna, • áttað sig á mismunandi túlkunum og greint milli staðreynda og skoðana með rökum, • vegið og metið hvort aðferð við verkefnavinnu hafi borið árangur og tekið þátt í mótun og miðlun viðfangsefna á skapandi hátt. Lykilhæfni – Sjálfstæði og samvinna Nemandi getur: • gert sér grein fyrir til hvers er ætlast í námi og skólastarfi og hagað námi sínu og störfum í samræmi við það, • unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla, • gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og tekið þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum, • haft á virkan hátt áhrif á skólasamfélag sitt með þátttöku í leik og starfi. Lykilhæfni – Nýting miðla og upplýsinga Nemandi getur: • notað margvíslegar upplýsingaveitur og hjálpartæki við öflun upplýsinga og til stuðnings við nám, • notað ýmsa miðla við nýsköpun, þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda, • sýnt ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða verkefnavinnu og nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð. Íslenska – Talað mál, hlustun og áhorf Nemandi getur: • tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum, • hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt er og greint frá aðalatriðum, • nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt, • átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi. Íslenska – Lestur og bókmenntir Nemandi getur: • aflað upplýsinga úr bókum og fjölbreyttu rafrænu efni, unnið úr þeim og nýtt við lausn verkefna, lagt nokkurt mat á gildi og trúverðugleika upplýsinga, • lesið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum og túlkað þær. Íslenska – Ritun Nemandi getur: • skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur, • valið textategund, skipulagt og orðað texta, svo sem sögur, frásagnir, lýsingar og fyrirmæli, á þann hátt sem hæfir tilefni, • samið texta þar sem beitt er eigin sköpun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veitt öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðrum að lesa, • skrifað texta með ákveðinn lesanda í huga, á blað eða tölvu.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 8 SAMFÉLAGID OKKAR Bls. 4–23 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur þekki og skilji hugtakið samfélag og geri sér grein fyrir að hver einstaklingur tilheyrir mörgum samfélögum og hópum. Einnig að nemendur geri sér nokkra grein fyrir mismunandi menningu og aðstæðum fólks. Lykilhugtök kaflans Samfélag er hópur fólks sem er í meira eða minna skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag. Fólk í samfélagi fylgir oft sömu reglum og lögum og það hefur tilfinningu fyrir að tilheyra sama samfélagi. Félagsvera er einstaklingur, dýr eða vera sem þrífst best í félagsskap við aðra. Mannfólk er almennt félagsverur. Einfari er einstaklingur, dýr eða vera sem sækist eftir einveru. Félagslyndi er að líka vel og sækjast eftir að vera í félagsskap við aðra. Mannblendni. Fjölskylda: Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila saman til dæmis tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Fjölskyldur geta verið alls konar en algengt form er fullorðin manneskja eða manneskjur ásamt barni eða börnum. Sveitarfélag: Sveitarfélög fara með staðbundna stjórnsýslu. Sveitarfélög sjá yfirleitt um grunn- þjónustu við borgarana á borð við sorphirðu, rekstur skóla og almenningssamgöngur. Sveitarfélög ná yfirleitt yfir skýrt afmarkað svæði svo sem borg, bæ, þorp eða hérað. Mannkyn: Allt fólkið sem býr á jörðinni. Skólaskylda: Öll börn á aldrinum 6–16 ára eiga að sækja grunnskóla, nema sérstakar undanþágur séu veittar. Frumbyggi: Upprunalegur íbúi lands eða svæðis. Til dæmis þegar Evrópumenn fundu Ameríku þá bjuggu frumbyggjar þar. Regnskógur: Sígrænn skógur með lauftrjám, oftast í hitabeltinu, þar sem úrkoma er mikil flesta mánuði ársins. Amason regnskógurinn: Stærsti regnskógur heims. Mikill hluti skógarins (60%) er í Brasilíu en skógurinn teygir sig líka yfir í Perú, Kólumbíu, Bólivíu, Ekvador, Franska Gvæjana, Gvæjana, Súrínam og Venesúela. Fjölmenningarsamfélag er samfélag þar sem menningarhefðir úr mörgum áttum blandast saman. Innflytjandi (hér) er einstaklingur með fasta búsetu utan síns fæðingarlands. Nýbúi er manneskja sem hefur flust til nýs lands til að setjast þar að. Dís er yfirnáttúruleg kvenvera. Dísablót er trúarathöfn til að heiðra dís eða dísir. Fordómar eru að dæma einhvern eða eitthvað fyrir fram, oftast neikvætt, án skilnings eða þekkingar. Kynþáttur (e. race) er hugtak sem er oft notað til að skilgreina hópa fólks, til dæmis frá ákveðnum landsvæðum eða eftir erfðum og útlitseinkennum.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 9 Umræður í upphafi: Áður en vinna með kaflann hefst er gott að ræða við bekkinn um skilning þeirra á orðinu samfélag og biðja nemendur að nefna dæmi um samfélög sem þeir þekkja. Í 5. útgáfu íslensku orðabókarinnar frá 2010 er orðið samfélag skilgreint sem „samvist, samvera“ annars vegar og „stærri eða smærri hópur manna sem lifa saman (samtímis, á sama stað, í sama ríki o.s.frv.), þjóðfélag“ hins vegar. Það getur verið skemmtilegt að rýna aðeins í þessi orð með bekknum því þau eru gegnsæ og lýsandi. Til dæmis sam+félag – félag eða félagar sem eru saman, sam+vera – að vera saman og svo framvegis. Hvað er samfélag? Bls 4–5 Hvaða hópum tilheyrum við? Hugstormun eftir lestur bls. 4 og 5: Kennari biður nemendur að nefna alla hópa sem þeir tilheyra og skrifar þá jafn óðum á töflu eða skjá. Þegar listinn er tilbúinn getur verið gaman að flokka hann í flokka svo sem vini, tómstundir, fjölskyldu, búsetu og svo framvegis. Umræða úr frá myndum á bls. 5 Kennari: Stundum eru hlutverk í hópum greinileg og vel skilgreind. Í kórum er oftast stjórnandi og meðlimum kórsins er gjarna skipt í tvær eða fleiri raddir, til dæmis sópran og alt. Í íþróttaliðum eru sérhæfð hlutverk eins og markvörður, framherji og varnarmaður og í skólabílnum eru farþegar og bílstjóri. Í öðrum hópum eru hlutverkin ekki eins greinileg. Hugsaðu þér til dæmis vinahóp. Þar eru ekki skilgreind hlutverk eins og í íþróttaliði. En hafa allir meðlimir vinahópsins sama hlutverk? Í hópnum gæti til dæmis verið einhver sem tekur ákvarðanir og stjórnar því sem hópurinn gerir, einhver sem grínast, einhver sem segir lítið en fylgir hópnum og svo framvegis. Athugið að meðlimir hópa geta verið með fleiri en eitt hlutverk samtímis, eða flakkað á milli hlutverka. Spurningar til nemenda: • Hvaða hópar eru með greinilega hlutverkaskiptingu meðlima? • Hvaða hópar hafa ekki eins greinilega hlutverkaskiptingu? • Hugsaðu um hópana sem þú tilheyrir og hlutverk þitt í þeim. Í hvaða hópum eru hlutverkin greinileg og hvar ekki? Í hvaða hópum hefur þú fleiri en eitt hlutverk? Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 1 bls. 20
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 10 Tígrisdýr eru einfarar og ljón eru félagsverur Bls. 6–8 Verkefni nemenda: Vinnið saman í hópum og veljið ykkur eitt dýr sem er einfari (e. solitary animal) eða félagsvera (e. social animal). Aflið ykkur upplýsinga um lifnaðarhætti dýrsins. Deilið upplýsingunum með bekknum og kennaranum. Þið ráðið hvernig þið komið upplýsingunum á framfæri. Þið getið til dæmis skrifað stutta skýrslu og kynnt hana í bekknum, teiknað skýringarmyndir, búið til myndasögu eða leikþátt. Þetta þarf að koma fram, sama hvaða form þið veljið: • Hvar lifir dýrið? • Helstu einkenni dýrsins. • Hvers vegna er þetta dýr einfari/félagsvera? • Við hvaða aðstæður umgengst dýrið önnur dýr af sömu tegund? • Ein skemmtileg staðreynd um dýrið. Þetta verkefni byggir ofan á verkefni 3 á bls. 21. Einfari bls. 7 Einfari eða einmana? Verkefni nemenda: Kennari ræðir muninn á því að vera einn/n/tt og að vera einmana. Hér getur verið gott að biðja nemendur fyrst að skýra muninn og bæta svo við, ef þess þarf. Til dæmis svona: Orðið einn (ein, eitt) er hlutlaust. Viðkomandi manneskja er ein. Orðið segir ekkert um hvað henni finnst um það, aðeins að hún er ekki með öðrum. Orðið einmana er aftur á móti gildishlaðið. Manneskja sem er einmana saknar samvista við aðra. Í þessu verkefni vinna nemendur saman í pörum. Þeir skipta auðu blaði í tvennt og túlka manneskju eða dýr sem er einfari öðrum megin og manneskju sem er einmana hinum megin. Nemendur mega nota myndir, tákn, orð eða liti til að túlka muninn á þessum hugtökum. Að lokum hengja nemendur blöðin upp í bekknum og skoða blöð hinna. Umræður um mynd: Hver er á myndinni? (Appelsínugulur kirtill og hárlaust höfuð benda til þess að á myndinni sé Búddamunkur eða nunna). 1. Hvað er munkur og nunna? 2. Hvar búa þau? 3. Búa munkar og nunnur ein? 4. Hvað gera munkar og nunnur? 5. Hvernig fá þau peninga til að lifa? Aukaverkefni: Áhugasamir nemendur geta kynnt sér líf Búddamunka eða nunna, einir eða í minni hópum, og kynnt svo niðurstöður sínar fyrir bekknum. Aukaverkefni – Söngur einfarans Flestir nemendur kannast líklega við dægurlög sem fjalla um einmanaleika. Það þarf ekki annað að slá inn orðunum lonely eða einmana inn á streymisveitur til að fá tugi ef ekki hundruð niður-
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 11 staðna. En þekkja þeir lag um sáttan einfara? Hvernig myndi svoleiðis texti hljóma? Og hvernig lag myndi passa við? Nemendur vinna í hópum og búa til hugmynd að lagi og texta um sáttan einfara. Þeir sem hafa áhuga geta klárað verkefnið með því að búa til lag og texta og flytja afraksturinn í bekknum. Hvaða samfélögum tilheyrið þið? Bls. 9 Umræður í upphafi: 1. Hvað er fjölskylda? 2. Eru allar fjölskyldur eins? Hvernig eru þær ólíkar? 3. Hvað er stórfjölskylda? Hverjir tilheyra henni? 4. Hversu margar gerðir af fjölskyldum eru hjá nemendum í hópnum. Feitletur orð – skilgreiningar Nemendur vinna saman í námspörum og fá afmarkaðan tíma, til dæmis þrjár mínútur, til að ræða feitletruðu hugtökin og skrifa skilgreiningar sínar niður. Kennari minnir á að hér er ekki verið að leita að réttum eða röngum svörum, aðeins þeim skilningi sem nemendur leggja í hugtökin. Þegar tíminn er liðinn kynna pörin niðurstöður sínar. Kennari og/eða ritarar bekkjarins skrá skilgreiningarnar jafnóðum á töfluna. Hér getur verið gott að skrifa niður fyrstu skilgreininguna og bæta svo við því sem hin pörin leggja til, þannig að það sé ekki verið að skrifa það sama margsinnis. Kennari stjórnar umræðum um niðurstöðurnar. Er mikill munur á þeim, eða er bekkurinn að miklu leyti sammála? Getur bekkurinn kannski sameinast um skilgreiningar á hugtökunum? Verkefni nemenda: Hér er tilvalið að skipta bekknum upp í hópa og fela hverjum hópi að finna svör við eftirfarandi spurningasettum: • Hvað heitir skólinn ykkar? Hvenær var skólinn stofnaður? Hvað eru margir nemendur í honum? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um skólann eða umhverfi hans.* • Hvað heitir sveitarfélagið ykkar? Hvenær var það stofnað? Hvað er margir íbúar í sveitarfélaginu? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um sveitarfélagið og/eða umhverfi þess. • Hvað búa margir á Íslandi? Nefnið þrjú lönd sem eru með svipaðan mannfjölda og Ísland. Um það bil hvenær settust fyrstu landnemarnir að á Íslandi? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um Ísland. • Hvernig skrifar þú átta þúsund milljónir með tölustöfum? Hver eru þrjú fjölmennustu lönd jarðarinnar? Hvað búa margir í hverju þeirra? Nefnið eina til þrjár skemmtilegar staðreyndir um mannkynið. * skemmtilegu staðreyndirnar geta verið hvað sem er. Til dæmis: Það er álfahóll á skólalóðinni, afrek nemenda skólans (Skólahreysti, Skrekkur…), íþróttafélag í sveitarfélaginu, þekkt kennileiti í sveitarfélaginu eða á landinu, uppruni nafna, lega landsins (lengdar- og breiddargráður), og svo framvegis.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 12 Sumt er eins en annað ekki bls. 10 Teikniverkefni í upphafi: Kennari biður nemendur að teikna það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir hugsa um fyrsta skóladaginn á til dæmis 10 mínútum og leggur áherslu á að teiknigeta eða stíll skipta ekki máli, Óli prik dugar alveg. Þegar mínúturnar eru liðnar setjast nemendur saman í litla hópa, sýna myndirnar og segja frá þeim. Umræða: • „Börnum er kennt að lesa, skrifa og reikna“ segir í textanum á blaðsíðunni. Það er vissulega rétt, en hvað fleira læra börn í íslenskum skólum? • Hvað finnst þér nauðsynlegt að kunna til að komast vel af í lífinu? Er það kennt í skólanum? Ef ekki, hvar getur þú lært það? Brasilía bls. 11 Í upphafi: Kennari sýnir nemendum heimskort þar sem löndin eru ekki merkt með nafni. Til dæmis þetta og spyr nemendur: • Hvar er Brasilía? • Í hvaða heimsálfu er landið? • Hvaða lönd liggja að Brasilíu? Verkefni til viðbótar við spurningarnar á síðunni: • Hugsið ykkur að þið hafið eina viku til að læra það sem þarf svo þið getið bjargað ykkur í frumskóginum í þrjá daga? Hvað er mikilvægast að læra? Hvað væri gott að kunna, en kannski ekki alveg nauðsynlegt? Skrifið lista yfir það sem þið þyrftuð að kunna og raðið atriðunum eftir mikilvægi. Aukaverkefni: Hvað er regnskógur? Kynntu þér regnskóga. Til dæmis helstu einkenni þeirra, hvar þeir eru í heiminum og hvers vegna þeir eru stundum kallaðir lungu jarðar. Eru Íslendingar öðruvísi en aðrir? Bls. 12–13 Kveikja: Who are the Danes? Umræður í bekknum: Um hvað var spurt í myndbandinu? (Who are the Danes; What is their reputation; How are the Danes?). Til hvers var þetta myndband framleitt? Hvernig sjáið þið það? • Kennari skiptir bekknum upp í hópa og gefur hópunum stuttan tíma (t.d. 5 mínútur) til að svara spurningunum í myndbandinu - en í þetta sinn eiga þær að fjalla um Íslendinga. • Hóparnir kynna svörin og kennari og/eða ritarar úr bekknum skrá svörin á töflu eða skjá. • Bekkurinn skoðar svör hópanna saman. Eru svör hópanna lík eða ólík? • Hvað svör (ef einhver) væri hægt að nota í myndbandi sem ætti að laða fólk til Íslands? • Hvaða svör (ef einhver) gætu hentað í fræðsluefni um Ísland og Íslendinga? • Er hægt að svara svona spurningum yfirleitt svo vel sé? Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 2 bls. 21.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 13 Aukaefni: Fólk lærir hvert af öðru. Hugmyndir berast á milli landa og stundum getur verið erfitt að sjá uppruna hlutanna. Ég er kominn heim er gjarna sungið á landsleikjum og íþróttaviðburðum. En hvaða kemur þetta lag? Er það íslenskt? Hér má gjarna vekja athygli nemenda á að lagið er nokkuð mikið breytt í íslensku útgáfunni og biðja þá að taka eftir því hvað er breytt og hvað ekki. Hvað með víkingaklappið? Það hlýtur að vera alíslenskt – eða hvað? Dettur ykkur eitthvað fleira í hug sem virðist íslenskt að uppruna, en er það ekki í raun? Þorramatur bls. 14 Umræður um mynd: • Hvað er á bakkanum? • Mest af matnum er súrsað, þurrkað eða reykt. Hvers vegna var fólk að gera þetta við matinn? (Fyrir tíma rafmagns og ísskápa gat verið vandasamt að geyma mat. Lömbum var til dæmis slátrað á haustin og kjötið þurfti helst að endast fram á vor. Salt var lúxusvara og matur var því reyktur, þurrkaður, kæstur eða settur í súr.) Um þorramatinn: Þorramatur er hefðbundinn íslenskur matur, t.d. súrmatur, flatkökur, hangikjöt og hákarl. Oft borðaður á þorranum og á þorrablótum. Þorri er gamalt mánaðarheiti. Þorrinn hefst föstudaginn í 13. viku vetrar (19-26 jan.). Þorrablót er veisla með þorramat sem haldin er á þorranum. • Svið eru oftast haus af kind sem hefur verið sagaður í tvennt og sviðinn með eldi áður en hann er soðinn. • Lifrarpylsa er matur sem er gerður úr hakkaðri kindalifur, mjöli og mör (kindafitu) og soðinn í litlum pokum úr kindamaga (vömb) eða plasti. • Blóðmör er matur sem er gerður úr kindablóði, mjöli og mör (kindafitu) og soðinn í litlum pokum úr kindamaga (vömb) eða plasti. • Hrútspungar eru pungar af hrútum. Oftast súrsaðir fyrir suðu. • Að súrsa er að gera mat súran með því að leggja hann í mysu til að auka geymsluþol. • Mysa er vökvi sem skilst frá þegar mjólk er hleypt við skyr- eða ostagerð. Dagur íslenskrar tungu bls. 15 Kveikja: Kennari sýnir nemendum lista yfir nýyrði Jónasar Hallgrímssonar: Hvað eiga flest nýyrði Jónasar sameiginlegt? (Þau eru samsett og lýsandi t.d. hring-braut, haga-mús, lin-dýr og tungl-myrkvi. Nýyrðasmiðja bekkjarins – hópvinna: • Hugsið um orð sem þið segið oft eða alltaf á ensku. Til dæmis orð tengd tölvuleikjum og tækni. Skrifið orðin á blað. • Eru til íslenskar þýðingar á þessum orðum? • Leitið til dæmis í orðabókum, Íðorðabankanum og Hugtakasafni þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þið getið líka spurt aðra hópa, rætt við fullorðna eða fundið ykkar eigin leiðir. • Skrifið íslensku þýðinguna við orðin. • Ef þið finnið enga þýðingu, eða ef ykkur finnst íslenska útgáfan ekki nógu góð, þá smíðið þið
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 14 nýyrði eins og Jónas gerði. Kynnið nýyrðin ykkar í bekknum. Ef ykkur tekst að smíða frábær orð þá getið þið komið þeim á framfæri við Íslenska málstöð. Þjóðsöngvar – verkefni nemenda: • Nemendur vinna saman í hópum og skoða texta þjóðsöngva að eigin vali. Þeir mega velja hvaða þjóðsöng sem er (ef þeir geta skilið textann eða fundið leið til þess). Þeir eiga að skoða öll erindin, ekki bara það fyrsta. Hér er gott að minna nemendur á að þeir þurfa ekki að skilja hvert einasta orð, það er nóg að átta sig á merkingunni. • Hver hópur tekur saman efni textans og skrifar örfá orð þar sem lýsa efninu og laginu. Til dæmis: sálmur, fjallar um guð, landið og tímann, frekar erfitt að syngja; fjallar um að guð eigi að vernda kónginn, auðvelt að syngja - og svo framvegis. Hópurinn kynnir sér líka þjóðfána landsins og útvegar eða útbýr mynd af honum. • Þegar allir hóparnir eru tilbúnir þá kynna þeir „sinn“ þjóðsöng og þjóðfána í bekknum og spila þjóðsönginn fyrir bekkinn. Til gamans: Það er algengt að fólk kunni bara fyrsta erindi þjóðsöngs. Það er tekið mið af þessu í þjóðsöng borgríkisins Ankh Morpork, sem er hluti af fantasíuheimi rithöfundarins Sir Terry Pratchett. Seinna erindið samanstendur þannig að miklu leyti af ner ner ner ner ner. Lagið var spilað í þætti útvarps BBC um þjóðsöngva þann 15. janúar 1999. Fjölmenningarsamfélag bls. 16 Kveikja: What Does ‘Multicultural’ Mean? Umræður og verkefni út frá myndbandinu: • Nefndu eitt atriði sem þér fannst merkilegt, eitt sem kom á óvart og eitt sem þú vissir fyrir. • Útskýrðu orðið fjölmenning í einni stuttri setningu. • Útskýrðu orðið fjölmenning myndrænt, án orða. Þú getur notað hvaða tækni sem er, til dæmis teikningu eða klippimynd. Fordómar bls. 17 Umræður: Tekur þú eftir fordómum í kringum þig? Getur þú nefnt dæmi? Kennari eða ritari/ar bekkjarins skrá jafn óðum á töflu eða skjá. Listinn getur komið að gagni í næsta verkefni. Fordómafræðararnir – leikþáttur: • Nemendur vinna saman í litlum hópum og búa til leikþátt út frá eigin reynslu af fordómum eða með því að styðjast við listann úr síðasta verkefni. • Í leikþættinum verður manneskja fyrir fordómum af einhverju tagi. Eitt eða fleiri vitni ganga inn í aðstæðurnar og fræða fordómapésann/pésana vinsamlega en ákveðið. • Hver hópur semur leikþátt, æfir hann og flytur hann svo í bekknum. • Nemendur geta leikið sjálfir, notað leikbrúður, tekið myndband, leiklesið eða notað aðra aðferð að eigin vali.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 15 Matarmenning bls. 17 Verkefni nemenda - maturinn okkar. Heimavinna: Skrifaðu niður allar tegundir matar sem þú borðar á einum degi. Ekki skrá magnið - bara tegundina. Til dæmis: Jógúrt, banani, samloka með osti og svo framvegis. Vinna í skóla: Setjist saman tvö og tvö og kynnið ykkur hvaðan maturinn á listunum ykkar er. Hér er ekki átt við sjálft hráefnið heldur rétti og uppskriftir. Skráið hvaðan uppskriftin/hugmyndin er komin (t.d. slátur - íslenskt; pítsa - ítölsk). Teljið saman íslenska matinn og þann sem er „ættaður“ frá öðrum löndum. Reiknið út hlutfall íslenska matarins með almennum brotum eða prósentum. Gangið um í bekknum og berið útreikninga ykkar saman við útreikninga annarra. Er hlutfallið svipað eða ólíkt? Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 4 og 9 bls. 21. Fjölbreytt menning bls. 18 Leiktími: • Kennari skiptir bekknum í hópa. Hver hópur kynnir sér leik eða leiki sem eru á bls. 18. • Hóparnir kenna hver öðrum leikina. • Þegar öll eru búin að læra leikina, getur verið skemmtilegt að bjóða gestum, (til dæmis öðrum bekk eða aðstandendum) í leikjatíma þar sem krakkarnir kenna leikina og stjórna þeim. Ítarefni: Líf og leikir barna áður fyrr Leikgleði – 50 leikir Allir í leik og Allir í leik II. Höfundur Una Margrét Jónsdóttir Allir í leik - útvarpsþættir Hrekkjavaka bls. 19 Umræður í bekknum: Hrekkjavaka er skemmtileg og spennandi hátíð sem verður æ vinsælli hér á landi. • Hefur hátíðin einhverja galla? Hverja þá? (Mikið af einnota plastskrauti, matarsóun þegar innihaldi graskerjanna er hent og svo framvegis). • Er hægt að gera hátíðina umhverfisvænni? Hvernig þá? • Áður en hrekkjavökuhátíðin barst til Bandaríkjanna var skorið í næpur og rófur í Evrópu. Væri betra að skera út rófur eða næpur hér á Íslandi frekar en grasker? (Grasker eru þung og flutt langa leið og eru þess vegna með mikið kolefnisspor. Rófur ræktaðar utanhúss á Íslandi og fluttar mun styttri leið. Rófur eru harðari en grasker og þess vegna er erfiðara að skera í þær.) Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 5 bls. 21. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: RÚV - Hnotskurn - Saga Hrekkjavökunnar Útskornar rófur á hrekkjavöku Hrekkjavökurófur
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 16 SAMVINNA Bls. 24–33 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur dýpki skilning sinn á hugtakinu samfélagi og átti sig á samvinnu, samhjálp og verkaskiptingu innan samfélaga. Lykilhugtök kaflans Kosningar eru formleg leið fyrir fólk að velja persónur eða hópa í ákveðin hlutverk, til dæmis í embætti eða á þing. Alþingi er löggjafarþing Íslands. Hlutverk alþingis er meðal annars að setja lög. Alþingismaður er manneskja sem hefur verið valin í kosningum til að sitja á þingi. Samfélagsverkefni eru starfsemi eða verkefni sem eru nauðsynleg fyrir allt samfélagið. Starfsstétt er hópur fólks sem vinnur sömu eða skyld störf. Til dæmis kennarar, atvinnubílstjórar og rafvirkjar. Ljár er handverkfæri sem notað var til að slá gras eða skera korn og torf. Tækið samanstendur af beittu blaði (hnífsblaði) sem fest er á tréskaft. Hrífa er handverkfæri sem notað er til að raka til dæmis grasi eða laufum. Hver á að gera hvað? bls. 24–25 Kveikja, myndband um maura. Til dæmis: Inside the ant colony eða What’s Inside An Anthill. Umræður: • Hvað á til dæmis skólasamfélagið sameiginlegt með samfélagi maura? • Hvað gerir mauradrottning? Hvers vegna heldur þú að hún sé kölluð drottning? • Hugsaðu þér að þú sért einbúi sem hefur ekki neitt samneyti við annað fólk. Hvað þarft þú að gera til að lifa af? Spurningar á bls. 25. Ræðið spurningarnar neðst á blaðsíðu 25. Hér mætti skipta bekknum í hópa sem fá til dæmis fimmtán mínútur til að finna svör við spurningunum. Síðan kynna allir hóparnir sín svör. Kennari og/eða ritarar bekkjarins skrá svör fyrsta hópsins á töfluna og bæta síðan við efni sem ekki er þegar komið fram frá hinum hópunum. Ræðið svör hópanna í bekknum. Eru þau lík eða ólík? Er hægt að slá svörum allra hópanna saman í eitt frábært svar við hverri spurningu?
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 17 Hverjir ráða? bls 26 Verkefni nemenda: Hvernig myndir þú útskýra orðin alþingismaður, alþingi og kosningar með mynd eða myndum? Teiknaðu mynd sem útskýrir eitt eða fleiri af þessum orðum. Athugaðu að það má aðeins skrifa orðið sem verið er að útskýra á myndina, ekkert annað. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Ungmennavefur Alþingis: Kennsluverkefni Ungmennavefur Alþingis: Hugtakasafn Gaman saman bls. 27 Bókin Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard kom fyrst út árið 1942 í Danmörku. Bókin hefur notið gífurlega vinsælda. Hún hefur verið þýdd yfir á 40 tungumál og selst í milljónum eintaka. Umræður: • Hvers vegna haldið þið að bókin hafi orðið svona fræg? • Skoðið myndirnar í bókinni. Er þetta ný eða gömul bók? Hvernig sjáið þið það? Spurningarnar neðst á blaðsíðu 27: • Getur manneskja sem er ein á allri jörðinni yfirleitt gert eitthvað? • Getur verið slæmt að gera það sem mann langar til? Hvernig þá? Seinni spurningin gefur tækifæri til að ræða mörk. Það er, hvað er ekki gott fyrir okkur að gera, jafnvel þó okkur langi kannski stundum til þess. Hér er mikilvægt að kennari stjórni ekki umræðum um of, heldur leyfi nemendum að ráða ferðinni. Öryggi bls. 28 Hugstormun: hvaða ofurhetjur þekkið þið? Hvernig ofurkrafta hafa þær? Verkefni nemenda – hversdagslega ofurhetjan. • Hugsaðu um hversdagslega ofurhetju sem getur ekkert umfram það sem venjulegt fólk getur og lítur venjulega út. • Hvernig gæti þannig manneskja verið ofurhetja? • Hvað þyrfti hún þá að gera? • Lýstu ofurhetjunni þinni með orðum, á mynd eða hvoru tveggja. Hvert leitar þú ef: Þessar spurningar geta hentað til umræðu í bekknum, í minni hópum eða til einstaklingsumhugsunar. Það er líka hægt að breyta spurningunum í almennari klípusögur eins og þessar:
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 18 Samvinna bls. 29 • Birna er í vandræðum með heimaverkefni. Hún skilur ekki hvað hún á að gera því hún var svolítið utan við sig í skólanum og gleymdi að fylgjast með. Foreldrar hennar geta ekki hjálpað henni og hún á engin systkini. Hvað getur hún gert? • Stein vantar nýja úlpu. Sú gamla er orðin allt of lítil og svo er líka komið gat á olnbogann. Steinn veit að það eru ekki til peningar heima fyrir úlpunni sem hann langar í, hún kostar marga tugi þúsunda. Hvað getur Steinn gert? Kynning kennara: • Hugsið ykkur venjulegan morgun. Hvað er það fyrsta sem gerist? Jú, þú vaknar. Þú ert í rúmi, inni í húsi, kannski í náttfötum. Þú ferð fram að pissa, þvo þér og bursta tennur. • Hvað hafa margir hjálpað þér að gera þetta? Hér svara nemendur kannski að enginn hjálpi - en þá leiðir kennari þá áfram og nefnir dæmi eins og: • Einhverjir byggðu húsið, • smíðuðu rúmið, • saumuðu sængina, koddann og sængurverið og svo framvegis. Kennari og/eða ritarar bekkjarins skrifar á töflu eða skjá allt sem nemendum dettur í hug. Niðurstaðan verður líklega eitthvað í þessa átt: það sem þú gerir fyrst á morgnanna er eiginlega hópverkefni, þó þú gerir það sjálf/ur/t. Spurning neðst á síðunni: Hér er hægt að skipta starfsstéttunum sem nefndar eru á milli hópa og gefa þeim stuttan tíma til að koma sér saman um svar (t.d. Hvernig væri lífið án bænda?). Hóparnir kynna svo svörin sín í bekknum. Umönnun bls. 30 Umræður í bekknum: • Hvenær þurfum við umönnun? (Þegar við erum lítil, þegar við erum veik, þegar okkur líður illa, þegar við erum gömul). • Hvað með krakka á ykkar aldri? Þurfið þið umönnun? Hvernig þá? • Hvað með fullorðið fólk sem er ekki veikt. Þarf það umönnun? Hvenær þá? • Annast þú einhvern? Hvernig þá? Ritunarverkefni: • Hverjir ólu þig upp? Fólk utan nánustu fjölskyldu getur haft mikil áhrif. Til dæmis fólk í tómstundastarfi, þjálfarar, nágrannar, kennarar og margir fleiri. • Hverjir hafa haft áhrif á þig og þitt uppeldi? • Hvers konar áhrif þá helst? • Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ertu sammála þessu? Rökstyddu svarið.
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 19 Þekking og reynsla bls 30–31 Kennari fer yfir efnið með nemendum og stjórnar umræðum um spurningarnar neðst á bls. 31. Verkefni nemenda: Hvaða reynslu hefur þú? Nemendur vinna saman í hópum og velja eitt af eftirfarandi verkefnum: • Búið til leiðbeiningabækling eða myndband fyrir nýja nemendur í skólanum - áskorun - skrifið leiðbeiningarnar á öðru tungumáli en íslensku. • Búið til leiðbeiningabækling eða kennslumyndband um nútímasamfélag fyrir tímaflakkara frá árinu 1823. • Skrifið leiðbeiningabækling eða búið til myndband fyrir nýja íbúa í hverfinu/ bænum/ þorpinu/sveitinni • Skrifið leiðbeiningabækling eða búið til myndband þar sem þið kynnið áhugaverða staði í þínu nágrenni. • Skrifið leiðbeiningabækling eða búið til myndband fyrir börn sem koma í heimsókn frá regnskógum Brasilíu. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Þjóðminjasafnið: Líf og leikir barna áður fyrr. Börn og menning: Barnavinna og ólík sjónarmið Þjóðminjasafnið: Mynd af börnum að bera saltfisk Morgunblaðið 30.11.1979: Barnavinna
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 20 ÍSLAND ER LANDID Bls. 34–49 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur kynnist landnáminu og lífi landnema, að þeir geri sér nokkra grein fyrir þeim gríðarlegu breytingum sem hafa orðið á síðustu 100-200 árum og átti sig á mismunandi lífslíkum fólks víðsvegar í heiminum. Lykilhugtök kaflans Landnámsfólk er fólk sem sest að í óbyggðu eða lítt byggðu landi. Þræll er maður sem er ekki frjáls og er meðhöndlaður sem eign einhvers annars. Ambátt er kona sem er ekki frjáls og er meðhöndluð sem eign einhvers annars. Víkingar er fólk sem sigldi frá Skandinavíu og Írlandi norður og vestur til að ræna og rupla, en líka til að setjast þar að og stunda viðskipti. Víkingaöld er tíminn þegar víkingar ferðuðust um og rændu, um það bil 800-1050. Torf er skorinn reitur af grasi með rót og mold, túnþaka. Kaupstaður er þéttbýli með að minnsta kosti einni verslun. Lífslíkur er hversu lengi má búast við að nýfætt barn lifi. Pensilín er lyf notað er gegn bakteríusýkingum. Bóluefni eru efni sem vernda fólk gegn smitsjúkdómum. Gamla Ísland bls. 35 Kveikja: Kennari sýnir þessa örstuttu myndasögu í bekknum: Umræður í bekknum: Hvað var á Íslandi áður en menn settust hér að? Hvaða dýr voru líklega hér? Verkefni nemenda: Þú ert á leiðinni til Íslandi fyrir um það bil 1100 árum. Veldu þér eitthvað af eftirfarandi sjónarhornum: • Þú ert landnámsmaður eða kona sem vonast eftir auðveldara lífi og efnahagslegum ávinningi. • Þú ert ófrjáls manneskja (þræll eða ambátt) sem var rænt að heiman og neydd í þessa ferð. • Þú ert stálpað barn landnámsmanns. • Þú ert kind sem er komin með meira en nóg af veltingi og saltblautu heyi. Lýstu fyrstu viðbrögðum þínum við landinu, þar sem þú rökstyður skoðanir þína. (Mér finnst… vegna þess að…) Þú getur skrifað, teiknað eða búið til myndband. Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 1 bls. 48. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: • Vísindavefurinn: Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám? • Vísindavefurinn: Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? • Menntamálastofnun: Halló heimur – Landnám Íslands • Félagsmálaráðuneytið: Landneminn– Samfélagsfræðsla (efni á mörgum tungumálum) • Náttúrufræðistofnun Íslands: Melrakki
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 21 Þrælar og ambáttir bls. 36 Kennari: Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda heimsins. Fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, bannar þrælkun og þrælahaldi. En hvað er þrælahald? Í samningnum frá 1926 er þrælahald skilgreint sem staða eða ástand þar sem eignarhaldi er slegið yfir einstakling. Það er að segja þegar einn eða fleiri einstaklingar telja sig eiga aðra manneskju og geta notfært sér hana. Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 2 bls 48. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Barnasáttmálinn: Grein 35 Vísindavefurinn: Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi? Mannréttindaskrifstofa: Bann við þrældómi og nauðungarvinnu. Landnemar bls. 36 Verkefni nemenda: 1. Hugsaðu þér að þú sért í Noregi árið 870 eða þar um bil. Þig langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi og helst auðgast líka í leiðinni. Þú hefur heyrt um eyju langt norð-vestur af landinu sem Flóki frændi þinn kallaði Ísland. Þig langar að fá vini þína til að koma með þér. Hvernig sannfærir þú þá? 2. Þú ert einn af vinunum sem hefur látið sannfærast. Þú ert skipulögð manneskja og vilt undirbúa allt vandlega. Skrifaðu lista yfir allt sem þú ætlar að taka með í ferðina yfir hafið. Hafðu í huga að það er takmarkað pláss á skipinu og þú getur bara tekið með þér það sem til var á þessum landsvæði og á þessum tíma (þú getur til dæmis hvorki farið í gúmmístígvélum né tekið banana með þér). Víkingar bls. 37 Kveikja: Horrible Histories - Warrior: Viking vs Monk | Vicious Viking Umræður um myndbandið: Hvaða viðhorf gagnvart víkingum kemur fram í myndbandinu? Verkefni nemenda: Kennari: Í Egils sögu Skallagrímssonar er sagt að þegar Egill var þriggja ára hafi pabbi hans bannað honum að fara með í veislu því hann kynni ekki að haga sér í drykkjuveislu, hann væri nógu erfiður ódrukkinn. Egill sætti sig ekki við þetta heldur tók hest og reið einn langa leið í veisluna. Þegar Egill var sex ára þá á hann að hafa drepið nokkrum árum eldri dreng með exi, eftir að sá eldri hafði hann undir í knattleik. Þá sagði móðir hans að hann væri víkingsefni. Þá kvað Egill: Þat mælti mín móðir Umræður í bekknum: • Finnst ykkur líklegt að þetta hafi gerst í alvörunni? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Er það hrós að kalla barn víkingsefni? Hvers vegna/hvers vegna ekki?
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 22 Verkefni nemenda: • Hvað hefðuð þið sagt við Egil eftir morðið? • Endurskrifið vísuna út frá því. Til dæmis: Þat mæltu Siggi og Steina/ að mér skyldi kaupa/ reiðistjórnunarnámskeið… Hér er ekki ætlast til að nemendur fylgi bragarhætti kvæðisins nákvæmlega. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Menntamálastofnun: Víkingaöld Menntamálastofnun: Egils saga Menntamálastofnun: Frá Róm til Þingvalla – Víkingaskip og víkingaöld Menntamálastofnun: Textar úr 30 frægustu víkingarnir Halló heimur 2: Landnám Íslands Komdu og skoðaðu landnámið Sögueyjan 1 Vísindavefurinn: Hvenær var víkingaöld? Vísindavefurinn: Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga? Vísindavefurinn: Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? Draken Harald Hårfagre: Storm in The Labrador Sea Ísland fyrir 150 árum bls. 38 Bekkurinn skoðar töfluna á bls 38 saman. Eftir umræður geta nemendur til dæmis valið annað hvort verkefnanna á blaðsíðunni. Kennari getur líka valið að skipta sjúkdómunum sem nefndir eru á milli hópa eða einstaklinga og biðja nemendur svo að kynna „sinn“ sjúkdóm í bekknum. Þannig fá nemendur upplýsingar um alla sjúkdómana. Viðtalsverkefnið um Covid 19 getur verið eins lítið eða stórt og hver kennari kýs. Það er til dæmis hægt að biðja nemendur að spyrja nokkra fullorðna um áhrif Covid tímans og kynna svo svörin í bekknum. Það er líka hægt að biðja nemendur að taka ítarlegra viðtal við eina manneskju. Áður en vinna nemenda hefst kynnir kennari þetta skjal fyrir nemendum. Viðtölin sem nemendur taka geta verið merkileg heimild um óvenjulega tíma. Það er tilvalið að gera þeim hátt undir höfði með því að safna þeim saman í bækling, bók eða vefsíðu. Athugið að ef til stendur að birta viðtölin þá þurfa nemendur að fá skriflegt leyfi viðmælenda. Áður en vinna nemenda hefst þarf kennari að útskýra muninn á opnum og lokuðum spurningum. Það er tilvalið að semja ítarlegri spurningalista með bekknum. Best er að nemendur búi sjálfir til spurningar, en kennari getur komið þeim á sporið með spurningum eins og: • Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið Covid? • Hvað var það versta við Covid tímann? • En það besta? • Veiktist þú af Covid? Hvernig var það? • Hvaða áhrif hafði einangrunin á þig? Ítarefni fyrir kennara og nemendur: MMS – Á ferð um samfélagið, kennsluleiðbeiningar – Að taka viðtal
Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 23 Stórar fjölskyldur – lítil hús (bls. 39) Kveikja: Kennari skoðar myndir af torfbæjum með bekknum. Til dæmis þessar. Hér er gott að hvetja nemendur til að skoða myndirnar vandlega. Hvernig er fólkið klætt? Hvaða húsbúnaður sést? Á fyrstu myndinni kveðjast karlmenn með kossi. Er það gert í dag? Fleiri spurningar og punktar til umræðu í bekknum: • Myndirnar eru teknar árið 1935. Guðmundur bóndi fæddist árið 1906. Hvað er hann gamall þegar myndirnar eru teknar? • Kona hans Guðmunda Jónsdóttir fæddist árið 1908 og dó árið 1937, tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar. Þá hafði hún eignast tvö börn í viðbót við drengina sem eru á myndunum. Hvað var Guðmunda gömul þegar hún dó? • Torfbærinn á myndunum er ekki með rafmagni, ekki rennandi vatni og hvorki með klósetti eða baði. Fólkið á myndunum er samt hreint og fínt. Hvernig heldur þú að það hafi farið að því að þvo fatnað og baða sig? • Hafið þið komið í torfbæ? Hvernig var innanhúss? • Hvernig haldið þið að það hafi verið að búa í torfbæ? Hvaða kosti og galla getið þið ímyndað ykkur? Fleiri verkefni nemenda: • Hvað er torf? Flettið orðinu upp í orðabók eða leitið á netinu. • Voru torfbæir bara úr torfi? Aflið ykkur upplýsinga um torfbæi og byggingu þeirra. Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 3 bls 49 Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Ljósmyndasafn Bruno Schweizer Photographs by Willem van de Poll in Iceland (1934) Ótrúlegar ljósmyndir af Íslandi eftir hollenska meistarann Willem van de Poll, 1934 Torfbæir í Reykjavík Torfbæir á Íslandi MMS: Vísis kaffið gerir alla glaða - Dagblaðaauglýsingar í dymbilviku í hundrað ár Vöruskipti bls. 40 Umræður í bekknum: Hvenær var „í gamla daga“ samkvæmt þínum skilningi? Búðarleikur: Kennari og/eða nemendur safna saman ólíkum hlutum. Það kemur mjög margt til greina, svo sem ritföng, bækur, pottablóm, leikföng eða ávextir. Aðalatriðið er að fjölbreytt úrval ólíkra hluta. Það er líka hægt að biðja nemendur að teikna hluti og klippa þá út, nota mislita kubba, eða annað sem kennara eða nemendum dettur í hug. Um það bil helmingur hlutanna fer í „verslun“ í stofunni. Hitt skiptist á milli nemenda. Hér er um að gera að skipta ekki jafnt. Til dæmis geta tveir nemendur verið stórbændur og fengið meira en hinir, nokkrir eru þá vinnufólk og fá bara einn hlut, en flestir eru smábændur og fá til dæmis þrjá til fjóra hluti. Það getur verið gott að láta nemendur draga hlutverk.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=