Ég og samfélagið

97 Hvad eru fjölmidlar? Þarf að hafa áhyggjur af því að börn og unglingar verja meiri tíma í netheimum heldur en í raunheimum? Hvaða samfélagsmiðlar eru vinsælastir í dag? Hver er uppáhalds „stjarnan“ ykkar í netheimum? Af hverju? Sum hlusta mikið á útvarp, horfa á sjónvarp og lesa blöð og bækur Önnur nota frekar netið og samfélagsmiðla til að fylgjast með Fjölmiðlar eru tæki og tól sem notuð eru til að senda út efni, til dæmis fréttir, upplýsingar, auglýsingar eða skemmtiefni Mörg geta tekið við efni á sama tíma en hafa ekki möguleika á að hafa áhrif og senda skilaboð til baka Þannig miðla köllum við fjölmiðla og eru þeir helstu dagblöð, bækur, útvarp og sjónvarp Samfélagsmiðlarnir eru allt öðruvísi Þar getur fólk nálgast efni á vefsíðum og smáforritum hvenær og hvar sem er Á samfélagsmiðlum er hægt að búa til og dreifa efni um allt mögulegt og það er hægt að vera í beinu sambandi við þau sem eru að búa til efnið Við getum þannig fengið strax viðbrögð við því sem við setjum á netið Í stuttu máli er hægt að segja að fjölmiðill sé einstefna – skilaboðin ganga bara í eina átt og áhorfendur eða hlustendur hafa ekki möguleika á að senda skilaboð til baka Samfélagsmiðlar eru tvístefna – skilaboð ganga hratt í báðar áttir Ég er áhrifavaldur á samfélagsmidlum ... Æi, amma!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=