Ég og samfélagið

96 Í þessum kafla lærum við um: • fjölmiðla og samfélagsmiðla • falsfréttir • hvað má og hvað má ekki birta á netinu • einelti á netinu og tölvufíkn FJÖLMIDLAR Flestum finnst gaman að sýna hvað þau eru að gera og mörgum þykir líka gaman að fylgjast með öðrum Fjölmiðlar og sérstaklega samfélagsmiðlar eru góðir til þess Á samfélagsmiðlum getum við sett inn eins mikið af myndum og efni og við viljum og það sama geta vinir okkar gert Í gegnum snjalltæki eins og síma eða spjaldtölvur getum við fylgst nákvæmlega með því sem er að gerast í lífi vina okkar og þau sömuleiðis með öllu sem við erum að gera Þegar við komum heim úr skólanum hafa mörg gaman af því að horfa á alls konar þætti eða bíómyndir sem sýna okkur líf annars fólks Við fáum svo miklar upplýsingar um aðra að við lítum stundum á þau sem vini okkar – jafnvel þótt við höfum aldrei hitt þetta fólk í eigin persónu Við tökum þátt í lífi fólks sem við þekkjum ekki neitt og hlæjum og grátum með því Hvad er ad frétta? Ég hélt ad ég væri besti vinur pinn?! Vá sjádu hvad besti vinur minn var ad gera! Klikkad!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=