Ég og samfélagið

95 Þú sérð frænda þinn stela reiðhjóli og málið fer til dómstóla Dómari vill yfirheyra þig út af málinu a) Má kalla þig inn sem vitni? b) Hvar myndi yfirheyrslan yfir þér fara fram? Hver er munurinn á einkamálum og sakamálum? Skoðið saman Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um börn og afbrot Hvernig vill Barnasáttmálinn að komið sé fram við börn sem brjóta lög? Ræðið saman: a) Af hverju má ekki tala eða skrifa illa um aðra t d á netinu? b) Hvað er rafrænt einelti? Hvað er hægt að gera ef þú eða einhver vina þinna verður fyrir rafrænu einelti? Ræðið saman: a) Hver eru algengustu lögbrotin? Hvernig er hægt að draga úr eða koma í veg fyrir algengustu brotin? b) Hvað er sakhæfisaldur? Væri ekki í lagi að senda til dæmis 10 ára börn í fangelsi ef þau gera eitthvað alvarlegt af sér? c) Hvaða hlutverk hefur lögreglan? d) Hvað haldið þið að myndi gerast ef yfirvöld segðu upp öllum lögregluþjónum og lokuðu lögreglustöðvunum til að spara pening? e) Hafi þið heyrt talað um dómstól götunnar? Hvað gæti það verið? 5 6 7 8 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=