94 • Víkingarnir leystu stundum úr sínum málum með ofbeldi Nú sjá dómstólar um að dæma eftir lögum sem Alþingi setur • Öll erum við jöfn fyrir lögum og dómstólar eiga að sjá til þess að öll fái réttláta meðferð • Sum mál fara ekki til dómstóla heldur getur lögreglan sektað þau sem brjóta ákveðin lög • Ef fólki finnst að einhver hafi beitt það órétti þá er hægt að biðja dómstóla um að leysa málið Svoleiðis mál kallast einkamál • Sakamál er þegar einhver hefur brotið gegn lögum landsins • Engin eru sek fyrr en búið er að sanna sekt viðkomandi • Ekki er hægt að dæma börn yngri en 15 ára í fangelsi • Öll sem eru orðin 15 ára eru skyldug til að mæta sem vitni ef dómarar biðja um það Samantekt Verkefni Leitaðu upplýsinga til dæmis í Íslendingasögunum um hvernig víkingar leystu úr deilumálum sínum á víkingaöld 1 2 3 Á Íslandi eru þrjú dómstig; héraðsdómur, Landsréttur og Hæstiréttur Hver er munurinn á þessum dómstigum? Til hvers eru dómstólar? 4 Gulla og Viðar eru 12 ára Þau brjótast inn í skólann sinn og ræna fartölvu Lögreglan nær þeim Hvað gerist næst?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=