Ég og samfélagið

89 Lögregla Í flestum ríkjum starfar lögregla Hún á til dæmis að sjá til þess að fólk fari eftir lögum og reglum Hún sér líka um að stöðva ökumenn sem keyra of hratt og fer í eftirlitsferðir um íbúðahverfi Lögreglan hjálpar líka þeim sem lenda í vanda Hluti af vinnu lögreglunnar er að rannsaka afbrotamál Lögreglan handtekur þau sem grunuð eru um að hafa brotið af sér, rannsakar málið og sendir það síðan til saksóknara Saksóknarinn þarf svo að taka ákvörðun um hvort sannanir séu nógu miklar til þess að hægt sé að fara með málið fyrir dómstóla eða ekki Lögreglan verður líka að fara eftir lögum og hún verður að gæta þess vel að handtaka ekki fólk nema ástæða sé til þess

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=