Ég og samfélagið

88 Sakamál Sakamál eru öðruvísi en einkamál Sakamál þýðir að einhver hefur framið afbrot Ef einhver brýst inn í skóla þá er það sakamál sem lögreglan rannsakar Ef lögreglan finnur þann sem hún telur að hafi brotist inn í skólann er viðkomandi yfirheyrður Oftast fær sá sem er ákærður hjálp frá lögfræðingi sem kallast verjandi til að aðstoða sig við yfirheyrslurnar og fyrir dómstólum Síðan sendir lögreglan málið til saksóknara sem ákveður hvort eigi að fara með það fyrir dómstóla eða ekki Saksóknari er líka lögfræðingur sem starfar fyrir yfirvöld og reynir að komast að því hvort þau sem lögreglan var að yfirheyra séu sek Engin eru sek fyrr en sekt er sönnuð Það þýðir að öll eigum við rétt á sanngjörnum réttarhöldum Ef fólk sem er ákært er sýknað þýðir það að viðkomandi var saklaus og er frjáls ferða sinna Ef fólk er sakfellt þýðir það að dómari telur að það hafi framið afbrotið sem því er gefið að sök Þá er sakborningur dæmdur til refsingar Það er að segja ef viðkomandi er 15 ára eða eldri Annars er málið sent til barnaverndaryfirvalda en þeirra hlutverk er að hjálpa barninu og fjölskyldu þess

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=