Ég og samfélagið

Jónas! Hundur nágrannans kom aftur! Já, nei! Nú hringi ég á lögregluna! 86 Þegar fólk eða fyrirtæki eru ósammála þarf stundum að fá einhvern utanaðkomandi til að leysa úr deilunni Þá er gott að geta leitað til dómstóla sem kynna sér málið og greiða síðan úr því Hér koma nokkur dæmi en öll þessi mál kallast einkamál • Ef einhver smíðar risastóra girðingu án samþykkis nágranna er hægt að láta dómstóla dæma um hvort girðingin sé lögleg eða ólögleg • Þegar foreldrar skilja og komast ekki að samkomulagi um hvar börnin eigi að búa geta þau leitað til dómstóla og fengið hjálp við að leysa úr deilunni • Ef frænka þín kaupir nýjan bíl sem er gallaður getur hún leitað til dómstóla og beðið um hjálp Dómarar skoða lögin og taka ákvörðun um hvort hún geti skilað bílnum og fengið hann endurgreiddan eða ekki • Ef leigjandi borgar ekki húsaleigu og neitar að flytja út geta þau sem eiga íbúðina leitað til dómstóla • Ef fyrirtæki borgar starfsfólki ekki rétt laun geta dómstólar dæmt það til að greiða launin Hlutverk dómstóla er að leysa deilumál og dæma um hvað er rétt eða rangt út frá þeim lögum sem Alþingi hefur búið til Hvernig er hægt ad leysa úr deilumálum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=