Ég og samfélagið

Við erum öll jöfn fyrir lögum og við eigum öll rétt á samskonar meðferð hvort sem við erum ung eða gömul, fátæk eða rík, fædd á Íslandi eða í einhverju öðru landi Dómstólarnir eiga að sjá til þess að öll fái réttláta meðferð og sams konar dóm fyrir sama brot Með einni undantekningu Hér má ekki dæma börn sem eru 15 ára eða yngri í fangelsi Þannig er það ekki alls staðar Í sumum löndum eru börn sem fremja alvarleg afbrot sett í fangelsi og fá svipaðan dóm og fullorðnir Lögin skiptast í nokkra flokka Ef við verðum fyrir ofbeldi telst það brot á hegningarlögum og dómstólar dæma þann eða þau sem meiddu okkur Sum mál eru samt þannig að það þarf ekki að láta dómstóla dæma í þeim, jafnvel þótt lög hafi verið brotin Þannig er það með sum umferðarlög Brot á umferðarlögum eru algengustu afbrotin á Íslandi Mörg tala til dæmis í síma án þess að nota handfrjálsan búnað, gleyma að gefa stefnuljós eða keyra of hratt Ef bílstjóri ekur of hratt eða fer yfir götu á rauðu ljósi sektar lögreglan hann og þar með lýkur málinu Ef bílstjóri ekur hins vegar undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þá fer málið fyrir dómstóla Hlutverk dómara er að dæma eftir lögum þannig að réttlætið nái fram að ganga Hæ Stína, ertu búin ad fara á tónleikana? FLAUT!!! FLAUT!!! FLAUT! RAUTT LJÓS! 85

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=