Ég og samfélagið

82 • Alls staðar eru reglur og þær eiga að hafa áhrif á hvernig við hegðum okkur Sumar reglur eru skráðar en aðrar eru óskráðar • Á Alþingi eru samin lög Lög eru reglur sem öll þurfa að fara eftir Lögin segja hvað má og hvað má ekki gera Þau segja líka til um hvernig eigi að refsa þeim sem brjóta lög, til dæmis með sektum eða fangelsi • Munurinn á lögum og reglum er að hver sem er getur búið til reglur en bara Alþingi má búa til lög Lög gilda fyrir okkur öll á Íslandi en reglur bara fyrir einhvern ákveðinn hóp • Við verðlaunum þau sem fara eftir skráðum reglum, til dæmis með hrósi eða klappi Þau sem brjóta skráðu reglurnar geta búist við alls konar refsingu, til dæmis skömmum, sektum eða fangelsi Samantekt Verkefni Hver er munurinn á skráðum og óskráðum reglum? a) Nefnið dæmi um skráðar reglur sem þið verðið að fara eftir b) Nefnið dæmi um óskráðar reglur sem þið verðið að fara eftir 1 2 3 Hvað eru lög? Nefndu dæmi um lög sem fólk verður að fara eftir Skoðaðu myndina úr kennslustofunni á bls 73 og nefndu nokkur dæmi um reglur, bæði skráðar og óskráðar, sem er verið að brjóta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=