Ég og samfélagið

81 Reglur í samfélaginu Brot á reglum Eins og við höfum áður sagt býr Alþingi til lög – þau eru skráðar reglur og gilda fyrir okkur öll á Íslandi Ástæðan er að það má ekki mismuna fólki Ef Alþingi semdi lög sem segðu að börn yngri en 12 ára mættu ekki vera nema hálftíma á dag fyrir framan tölvu – þá myndu þau lög gilda fyrir öll börn yngri en 12 ára Ef þið brytuð þessi lög gætu yfirvöld til dæmis tekið af ykkur tölvuna Í öllum ríkjum heims eru lög sem segja að það sé bannað að stela. Þau sem tekin eru fyrir að stela er refsað. Í sumum löndum eru refsingar mildar en í öðrum harðar. Það þýðir að í sumum löndum fær fólk bara sekt fyrir að stela en annars staðar getur það átt á hættu að vera sett í fangelsi. Sama hvert við förum, alls staðar rekumst við á lög og reglur. Í íþróttum eru reglur um hvað má og hvað má ekki. Dómararnir fylgjast með og sjá til þess að reglunum sé framfylgt. Leikmenn þekkja reglurnar og hvaða refsing fylgir hvaða broti. Lífið í samfélaginu er líkt því sem gerist á íþróttavellinum. Íþróttafólk sem leggur sig fram er hrósað og það fær margs konar viðurkenningar. Og leikmenn vita að þau sem fara ekki eftir reglunum mega búast við refsingu. Gult spjald er viðvörun, rautt þýðir að viðkomandi er vísað af leikvelli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=