Ég og samfélagið

80 Reglur í skólanum Í skólanum, eins og annars staðar, eru bæði skráðar og óskráðar reglur. Dæmi um skráðar reglur eru mætingareglurnar. Þar stendur skrifað að þið verðið að mæta á réttum tíma í skólann. Í sumum löndum eru foreldrar sektaðir ef börnin þeirra mæta of seint eða skrópa í skólanum. Þegar einhver í skólanum býður þér góðan dag er það óskráð regla að bjóða góðan dag á móti. Í skólum eru margs konar reglur bæði skráðar og óskráðar sem ætlast er til að öll fari eftir. Það er ætlast til að fólk sýni öðrum kurteisi og tillitssemi. Þessar reglur eru mjög mikilvægar, því þær eiga að stuðla að betri skóla fyrir alla. Með því að mæta of seint getið þið truflað skólahald og skemmt fyrir öðrum. Með því að sýna ókurteisi valdið þið öðrum vanlíðan. Á að refsa krökkum sem mæta of seint í skólann eða á að leyfa frjálsa mætingu? Af hverju býður fólk góðan dag þegar það hittist? Hvað þýðir það ef vinur þinn eða vinkona tekur ekki undir kveðju um góðan dag frá þér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=