79 Reglur í fjölskyldunni Í sumum fjölskyldum lítur út fyrir að börnin megi gera allt sem þau langar til Þar séu bókstaflega engar reglur Í öðrum fjölskyldum virðist allt vera miklu strangara, jafnvel allt bannað Svo eru til fjölskyldur sem eru þarna mitt á milli – sumt er leyft og annað bannað Sumar fjölskyldur hafa til dæmis ákveðið að hafa bara einn nammidag í viku Aðrar eru á móti öllum nammidögum Svo eru það fjölskyldurnar sem hafa ekki fasta nammidaga en leyfa stundum nammi og stundum ekki Reglur sem fjölskyldan setur eru óskráðar reglur Líklega eru mjög fáir foreldrar sem búa til skriflegan samning við börnin sín um hvað þau mega og hvað þau mega ekki Kannski er búið að ræða við ykkur um skjátíma – það er hversu lengi þið megið vera í tölvunni á dag – án þess að búa til skriflegan samning um tímalengdina Hlustið á Lagið um það sem er bannað Hvað er það sem er bannað í laginu? Hversu erfitt er að fylgja þeim reglum sem þar koma fram? Þekkið þið fleiri lög sem fjalla um eitthvað sem er bannað? Búið til 2-3 dæmi um skráðar og óskráðar reglur Hvernig væri lífið í skólanum, í íþróttum eða heima hjá ykkur ef þar væru engar reglur og öll mættu haga sér eins og þeim sýndist? Mynduð þið vilja hafa skriflegan samning um það sem má og það sem má ekki heima hjá ykkur? Hverjir væru kostirnir við það og hverjir væru gallarnir? Haha! Nei, Tommi minn! Pabbi!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=