Ég og samfélagið

6 Tígrisdyr eru einfarar Ef þið væruð tígrisdýr mynduð þið ekki vilja vera innan um aðra – nema auðvitað að þið ætluðuð að éta viðkomandi Þessi stóru og tignarlegu dýr reyna að forðast samskipti við aðra og meira að segja líka við önnur tígrísdýr Þau eru miklir einfarar! Þó samskipti tígrisdýra séu nánast engin þá teljast þau samt til dýrategundar sem kallast tígrisdýr Þess vegna tilheyra öll tígrisdýr samfélagi tígrisdýra Alveg eins og með allt annað fólk þá tilheyrir þú samfélagi manna Á jörðinni lifa margar milljónir ólíkra dýrategunda Sumar eru einfarar – en það þýðir að dýrin vilja vera ein og forðast samskipti við önnur dýr jafnvel af sömu tegund Aðrar dýrategundir eru gefnar fyrir félagsskap Þær eru félagsverur en það þýðir að þau dýr vilja vera innan um önnur dýr af sömu tegund Við erum félagsverur vegna þess að við búum í samfélagi og umgöngumst annað fólk Finnið fleiri dæmi um samfélög sem þið tilheyrið Prófið að loka augunum smástund og telja hversu mörg tilheyra ykkar fjölskyldu Skrifið svo niður nöfnin og hvaða hlutverk þau hafa í fjölskyldunni Það geta til dæmis verið pabbar, mömmur, afar, ömmur, bræður, systur, frænkur, frændur, stjúpforeldrar og stjúpsystkin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=