Ég og samfélagið

77 En má ég taka sídasta molann úr nammiskálinni? Lög eru flókið fyrirbæri sem Alþingi eitt má búa til enda gilda þau fyrir okkur öll í landinu. Stundum er fólk sektað fyrir að brjóta lög en í alvarlegri tilfellum er fólk dæmt í fangelsi. Við skulum skoða dæmi. Sum lög sem Alþingi hefur búið til eiga að vernda fólkið í landinu. Enginn má ráðast á aðra eða stela eigum þeirra. Þau sem brjóta þessi lög mega búast við því að fá sekt eða lenda í fangelsi, allt eftir því hversu alvarlegt brotið er. Lögin skiptast í marga flokka. Ofbeldi og þjófnaður tilheyra því sem kallast hegningarlög. Ef einhver kaupir gallaða vöru en sá sem seldi vöruna er því ósammála þá fer málið til dómstóla og þar er tekin ákvörðun um hvor hafi á réttu að standa. Þess vegna verða lögin að vera mjög skýr. Óskráðu reglurnar eru miklu fleiri og fjölbreyttari en skráðu reglurnar. Það er óskráð regla að bjóða góðan dag, að bíða í biðröð og svindla ekki í spilum. Þótt fólk brjóti óskráða reglu þá er hvorki hægt að sekta það né setja í fangelsi. Óskráðu reglurnar eru mismunandi eftir löndum. Á Íslandi mega þingmenn til dæmis ekki mæta í gallabuxum í vinnuna. æææ!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=