Ég og samfélagið

Af hverju eru reglur mikilvægar? Petta má, petta má! Ekki spyrja! Hvad ef pad væru engar reglur? Í þessum kafla lærum við um: • lög og reglur • skráðar og óskráðar reglur • reglur sem gilda heima, í skólanum og í umferðinni • hvað gerist ef við brjótum reglur eða lög HVERS VEGNA ERU LÖG OG REGLUR? Hvad má og hvad ekki? Alls staðar rekumst við á reglur Reglurnar segja hvað má og hvað má ekki gera og þær stjórna því hvernig við hegðum okkur Sumar reglur eru skrifaðar niður svo þær breytist ekkert og öll geti lesið nákvæmlega hvernig þær eru Svoleiðis reglur eru kallaðar skráðar reglur Skólareglur eru gott dæmi um skráðar reglur Þar stendur að öll eigi að mæta á réttum tíma Af því að reglurnar eru skrifaðar niður fer ekki á milli mála hvenær þið eigið að mæta Þau sem brjóta skólareglur mega búast við því að haft verði samband við foreldrana til þess að reyna að lagfæra mætinguna Lög sem Alþingi býr til eru dæmi um skráðar reglur Í lögum stendur nákvæmlega hvað má og hvað má ekki og þar stendur líka hvað kemur fyrir þau sem brjóta lögin Lög? Ég er gladasti, gladasti, gladasti hundur í heimi ... Nei ekki svoleidis lög. 76

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=