Ég og samfélagið

75 Skoðið vef Alþingis og setjið svörin fram á myndrænan hátt a) Hvað sitja margir þingmenn á Alþingi? b) Hversu margar konur og karlar eru á þingi nú? c) Hvað eru margar konur og karlar í ríkisstjórn? Til hvers er landinu skipt upp í kjördæmi? Í hvaða kjördæmi átt þú heima? Hver eru helstu verkefni sem sveitarfélagið þitt þarf að leysa? Ef þið fengjuð að ráða öllu í ykkar sveitarfélagi – á hvað mynduð þið leggja áherslu? Eruð þið sátt við það sem er í boði fyrir krakka? Mætti gera betur? Umræður í bekknum Veljið eitthvert mál sem ykkur finnst að stjórnmálamenn ættu að verja meiri tíma í Skiptið með ykkur verkum og stofnið ykkar eigin stjórnmálaflokka í bekknum a) Veljið nafn á flokkinn b) Veljið nokkur atriði sem flokkurinn ykkar vill leggja áherslu á c) Hver væru kosningaloforð flokksins? d) Skipuleggið herferð til að kynna flokkinn og stefnumál hans (þau málefni/verkefni sem flokkurinn vill leggja mesta áherslu á) Dæmi um verkefni/áherslur: ókeypis skólamáltíðir, betri og fleiri vegi, ókeypis rafskutlur fyrir nemendur, fleiri frídaga eða lengri frímínútur 3 4 6 5 7 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=