Ég og samfélagið

74 • Á Íslandi er lýðræði – en það þýðir að fólkið ræður hvernig landinu er stjórnað. • Ísland er líka lýðveldi sem þýðir að þjóðhöfðinginn er forseti sem er kosinn af þjóðinni. Þá er líka kosið þjóðþing (Alþingi) sem fer með löggjafarvald sem merkir að það býr til lögin í landinu. • Í alþingiskosningum sem eru á fjögurra ára fresti eru kosnir 63 einstaklingar til að verða þingmenn. Til að mega kjósa í alþingiskosningum þarftu að vera 18 ára eða eldri og vera með íslenskan ríkisborgararétt. • Alþingi býr til lög sem öll verða að fara eftir. Alþingi ákveður líka hverjir eiga að vera í ríkisstjórninni. Forseti Alþingis er verkstjóri þingmanna. • Forsætisráðherra er verkstjóri ríkisstjórnarinnar. • Alþingi ákveður hversu mikla peninga fólk og fyrirtæki þarf að borga í skatta. Skattpeningarnir eru notaðir til að borga fyrir margs konar þjónustu fyrir íbúa samfélagsins. • Öll sem búa á Íslandi tilheyra einhverju sveitarfélagi. Samantekt Verkefni Hvað þýða orðin: a) lýðræði? b) lýðveldi? c) konungsveldi? Við hvað vinnur forseti Íslands? 1 2 Ég má kjósa!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=