Ég og samfélagið

68 Fólk verður að vera 18 ára til að mega kjósa hér á landi en það er ekki skylda að kjósa Margt fólk hefur áhyggjur af því hversu lítinn áhuga ungt fólk hefur á kosningum og stjórnmálum Sum segjast ekki þola stjórnmál og finnst eins og að alþingismennirnir séu alltaf að rífast Önnur segjast ekki skilja þingmenn, þeir noti svo skrítin og flókin orð Það er mjög slæmt fyrir lýðræðið þegar fólk vill ekki kjósa Með því er fólk að segja að því sé sama um hvernig landinu sé stjórnað Ef öllum er sama geta þau sem stjórna hagað sér eins og þeim sýnist Væri þér til dæmis sama um það að hér væru settar reglur sem bönnuðu fólki að fara í frí eða að hver fjölskylda mætti bara nota bíl einu sinni í mánuði? Verd ég ad kjósa? Pad voru ekki mörg sem kusu, ekki nema 33% Mitt atkvædi skiptir ekki máli! Krakkar! Hvernig ætlum vid ad breyta einhverju ef pid kjósid ekki? Pad breytist ekkert pótt ad ég kjósi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=