Ég og samfélagið

66 Það er mikill heiður að vera kosinn af fólkinu í landinu til að verða alþingismaður því þingmennirnir hafa mikil völd Á Alþingi er til dæmis ákveðið: • Hvað fólkið og fyrirtækin í landinu eigi að borga mikið í skatta Skattar eru peningar sem öll verða að borga til að mæta sameiginlegum kostnaði – það kostar mikla peninga að búa í samfélagi • Í hvað eigi að nota skattpeningana Við viljum búa í samfélagi þar sem börn geta farið í skóla, bílar geta ekið á vegum og öll sem veikjast geta fengið hjálp Allt þetta kostar mikla peninga og því eru skattarnir sem fólk og fyrirtæki borga notaðir til að borga fyrir þessa þjónustu og margt fleira LÆKKUM skatta! HÆKKUM skatta! Byggjum spítala! Hver á eiginlega ad borga fyrir holóttu vegina á hálendinu? Er pad ég? Hvad gerist á Alpingi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=