Ég og samfélagið

63 Forsetinn vinnur mikið með Alþingi Af öðrum verkefnum forsetans má nefna að: • Forseti er tákn fyrir alla Íslendinga en það þýðir að hann er sameiningartákn þjóðarinnar • Forseti tekur á móti þjóðhöfðingjum og embættismönnum annarra þjóða • Forseti kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar í útlöndum Þú hefur kannski séð forsetann á heimsmeistaramótum erlendis? • Forsetinn veitir fólki, sem hefur staðið sig einstaklega vel, viðurkenningar til dæmis fálkaorðuna • Forsetinn heldur ýmsar ræður við hátíðleg tækifæri Ein af þeim er nýársávarpið sem er alltaf sýnt í sjónvarpinu á nýársdag (1 janúar) Þar ræðir forsetinn málefni sem eru ofarlega í huga þjóðarinnar • Forsetinn getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum erlendis með því að kynna þau fyrir öðrum Forsetinn vekur alltaf athygli hvar sem hann fer Vigdís Finnbogadóttir er fyrsta konan í öllum heiminum sem kosin var forseti í lydrædislegum kosningum. Vúhú! 1980 1996

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=