Ég og samfélagið

61 Í kaflanum á undan vorum við að ræða um lýðræði Lýðræði merkir að lýðurinn eða fólkið ræður hvernig ákvarðanir eru teknar og hvernig landinu er stjórnað Það gerist með kosningum á nokkurra ára fresti Þá kýs fólkið fulltrúa sína sem síðan mynda stjórn Til að einfalda málið getum við sagt að lýðræði sé tvenns konar: lýðveldi og konungsveldi Ef þið hafið gaman af ævintýrum vitið þið að mörg þeirra byrja svona: „Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu “ En á Íslandi er hvorki kóngur né drottning – hér höfum við forseta Í Bandaríkjunum, Finnlandi og Frakklandi eru líka forsetar Þannig fyrirkomulag kallast lýðveldi því fólk kýs sér forseta Á Íslandi er forseti kosinn til fjögurra ára – og þá þarf að kjósa aftur um forseta Stundum er sami einstaklingurinn kosinn aftur en oft er kosinn nýr forseti Í Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru hins vegar drottningar og kóngar Konungsveldi merkir að æðsti embættismaður ríkisins er annaðhvort drottning eða kóngur Þau eru ekki kosin heldur erfist staðan Þegar kóngurinn eða drottningin deyr, tekur yfirleitt elsta barnið þeirra við embættinu Lydveldi eda konungsveldi? Hvaða forsetar hafa verið kosnir á Íslandi? Finnið nokkur dæmi um konungsveldi? Hvað heitir landið og hvað heitir konungurinn eða drottningin sem þar ríkir? Lýðræði Fólkið ræður hvernig því er stjórnað Lýðveldi Fólkið ræður og kýs forseta sem æðsta embættismanninn í landinu Konungsveldi Fólkið ræður, en velur ekki æðsta embættismanninn í landinu, sem er annaðhvort drottning eða kóngur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=