58 • Lýðræði þýðir að það er lýðurinn eða fólkið í landinu sem ákveður hverjir og hvernig eigi að stjórna landinu • Í einræðislöndum ræður einn einstaklingur sem kallast einræðisherra Einræðisherrann býr til allar reglur og fólk fær ekki að kjósa um eitt eða neitt Oft stjórna einræðisherrarnir með ofbeldi og fólk er hrætt við þá vegna þess að mörg sem mótmæla eiga á hættu að missa vinnuna, vera sett í fangelsi eða jafnvel drepin • Stjórnmálaflokkur er samtök fólks sem vill hafa áhrif á og stjórna landinu Fólk hér á landi getur kosið á milli margra stjórnmálaflokka Í sumum löndum, eins og til dæmis Kína, er bara einn flokkur • Íslenski kvenréttindadagurinn er 19 júní ár hvert en þann dag árið 1915 fengu íslenskar konur rétt til að kjósa í alþingiskosningum Alþingiskosningar eru mjög mikilvægar því þá velur þjóðin fólk til að taka ákvarðanir fyrir sig • Beint lýðræði er það þegar fólk kýs beint um eitthvað ákveðið mál, til dæmis um hvert eigi að fara í frí Beint lýðræði hentar ágætlega í litlum hópum, eins og bekkjardeild eða fjölskyldunni þinni Eftir því sem hópurinn er stærri, er erfiðara að nota beint lýðræði • Óbeint lýðræði þýðir að við kjósum fulltrúa fyrir okkur og þau taka síðan ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar Samantekt Verkefni Þú og vinur þinn sitjið saman fyrir framan sjónvarpið Í þættinum sem þið eruð að horfa á er verið að tala um lýðræði Vinur þinn veit ekki hvað lýðræði er svo þú færð það verkefni að útskýra það fyrir honum a) Hvað er lýðræði? b) Hver er munurinn á beinu og óbeinu lýðræði? 1
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=