4 Í þessum kafla lærum við um: • samfélag og af hverju fólk býr í samfélagi • einfara og félagsverur • menningu og fjölmenningu • hvað er að vera Íslendingur SAMFÉLAGID OKKAR Hvad er samfélag? Ef við hugsum út í það þá er fólk allt í kringum okkur Við erum nefnilega félagsverur og það þýðir að okkur líður best í samvistum við aðra Ekki nóg með það heldur myndum við trúlega ekki lifa af ef við værum ekki í samfélagi Fjölskyldan hefur séð um þig frá fæðingu og án hennar hefðir þú ekki lifað af Samfélag þýðir að við erum í félagsskap með öðrum Þar tilheyrum við ekki bara einum heldur mörgum ólíkum hópum Stundum er orðið samfélag notað yfir hópa sem þú tilheyrir Fjölskylda þín er einn af þeim hópum, bekkurinn eða skólafélagar er annar Í öllum hópum er fólk sem hefur mismunandi hlutverk Þú hefur til dæmis hlutverkið nemandi í bekknum þínum en svo er þar líka kennari Íþróttafélagið þitt er líka dæmi um hóp eða samfélag sem þú tilheyrir Hóparnir sem þú tilheyrir eru mikilvægir því þeir hafa áhrif á hver og hvernig þú ert Ég Bekkurinn Fjölskyldan Skólinn Sveitarfélag Landshluti Ísland Evrópa Heimurinn Samfélag
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=