Ég og samfélagið

57 Í flestum löndum búa margar milljónir manna og þar er erfitt að láta öll kjósa beint um hvað eigi að gera Þar er eiginlega útilokað að hafa beint lýðræði Til að einfalda málið var fundin upp aðferð sem kallast óbeint lýðræði Það er líka stundum kallað fulltrúalýðræði Í óbeinu lýðræði velur þjóðin eða bekkurinn nokkra fulltrúa sem eiga síðan að taka ákvörðun fyrir hönd allra annarra Ef bekkurinn þinn veldi þessa leið til að ákveða hvert skuli farið í skólaferðalag þá myndu allir nemendur bekkjarins kjósa örfáa nemendur sem fulltrúa Þessir fulltrúar myndu síðan taka ákvörðun fyrir hönd alls bekkjarins Alþingi er gott dæmi um fulltrúalýðræði Þjóðin kýs alþingismenn til að semja lög og taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar Óbeint lydrædi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=