Ég og samfélagið

53 Skoðið fjölmiðla eða samfélagsmiðla og kannið í hvaða löndum fólk er fangelsað fyrir að segja skoðanir sínar Nú á dögum eru flest ríki lýðræðisríki Hugmyndin að baki lýðræði er að fólkið í landinu eigi að hafa áhrif á hvernig því er stjórnað Öll eiga rétt á að segja skoðanir sínar og öll eiga að vera jöfn gagnvart reglum sem gilda í landinu Í sumum löndum ræður einn einstaklingur eða fámennur hópur fólks öllu í landinu Sá stjórnandi býr til allar reglur og enginn fær að taka þátt í að kjósa um hvernig eigi að stjórna Þannig stjórn kallast einræði Á árunum 1933 til 1945 var Adolf Hitler einræðisherra í Þýskalandi Hann réðst með heri sína inn í Pólland árið 1939 og hóf þar með seinni heimsstyrjöldina og allar þær hörmungar sem henni fylgdu Mao Tse-Tung sem stjórnaði Kína frá árinu 1949 og alveg þar til hann dó árið 1976 var líka einræðisherra Margir einræðisherrar brjóta mannréttindi á fólkinu í landinu Þeir hafa stjórnað löndum sínum með ofbeldi og ótta Lydrædi Einrædi Norður-Kórea er dæmi um eitt lokaðasta land heimsins Þar tók Kim Jong-un við af pabba sínum sem leiðtogi árið 2011

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=