50 Í þessum kafla lærum við um: • lýðræði, bæði beint og óbeint • einræði • stjórnmálaflokka • kosningar Lýður er annað orð yfir allt fólk sem býr í landinu Lýðræði þýðir að lýðurinn ráði hvernig landinu er stjórnað Fyrstu hugmyndir um lýðræði komu frá borginni Aþenu í Grikklandi fyrir um 2500 árum Alltaf þegar þurfti að taka ákvarðanir um eitthvað, voru karlarnir í Aþenu boðaðir á fund Þar ræddu þeir málin sín á milli og tóku svo ákvarðanir sem öll urðu að fara eftir Konur, börn, þrælar og ambáttir máttu ekki taka þátt í þessum fundum og segja sína skoðun Þetta lýðræði var því ekki mjög lýðræðislegt Stór hluti fólksins fékk ekki að segja skoðanir sínar og taka þátt í að ákveða reglur sem höfðu áhrif á allt líf íbúanna LYDRÆDI Hvad merkir ordid lydrædi?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=