48 • Fyrsta fólkið sem fluttist til Íslands fyrir rúmum ellefu hundruð árum síðan var kallað landnámsfólk • Landnámsfólkið hafði með sér þræla og ambáttir til Íslands • Fyrstu húsin sem fólk byggði hér á Íslandi voru torfbæir Í torfbæjunum var hvorki rennandi vatn né rafmagn • Fólkið sem bjó á Íslandi árið 1800 vissi ekki hvað frí var og hafði yfirleitt ekki tækifæri til þess að ferðast út fyrir sveitina þar sem það fæddist • Lífslíkur þýðir hvort fólk megi búast við því að verða gamalt eða ekki Þar sem fólk lifir lengi eru lífslíkur góðar • Áður fyrr átti fólk lítið af peningum Það fór sjaldan í búðir og bjó sjálft til mestallt af því sem það þarfnaðist Samantekt Verkefni Leitaðu upplýsinga um hjónin Hallveigu Fróðadóttur og Ingólf Arnarson eða Helgu Arnardóttur og Hjörleif Hróðmarsson Hvaðan kom þetta fólk og hvað var það þekktast fyrir? 1 2 Fyrsta landnámsfólkið var líka kallað víkingar a) Hvers konar fólk var víkingar? b) Hvað eru þrælar og ambáttir? c) Hvernig lífi lifði landnámsfólkið?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=