Áður fyrr bjuggu nánast öll í sveit Um aldamótin 1900 bjuggu um 50 000 manns á öllu landinu, þar af um 6 000 í Reykjavík Nú hefur þetta algjörlega snúist við Til dæmis búa fleiri á Akranesi í dag heldur en í Reykjavík árið 1900 Flest okkar búa í borgum og bæjum Í gamla daga vann nær allt fólk við landbúnað og sjómennsku Núna sinna mjög fá þessum störfum Flest fólk vinnur nú við þjónustustörf, til dæmis við ferðaþjónustu, sem kennarar og margt fleira 46 Hvar áttu heima? Fyrir utan hávaða og mengun, slasast og deyja mörg í umferðinni á hverju ári Hvaða leiðir sjáið þið til þess að draga úr umferð og slysum? Gætuð þið og fjölskylda ykkar gengið eða hjólað meira en þið gerið í dag? Vinnan Hávaði og loftmengun frá umferðinni þekktist ekki fyrr en eftir árið 1904 en þá kom fyrsti bíllinn hingað Loftmengun þýðir að það eru hættuleg efni í loftinu sem hafa skaðleg áhrif á okkur Mörgum finnst hávaðinn og mengunin sem kemur frá umferðinni í borgum og bæjum ekki góð Í sumum stórborgum erlendis eyðir fólk mörgum klukkutímum á dag í mengandi umferð á leið í skóla eða úr vinnu Umferdarhávadi og mengun Allt er ödruvísi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=