Ég og samfélagið

42 Hverjir lifa lengst? Fyrir svona 200-300 árum var Ísland eitt af fátækustu löndum í Evrópu Hér voru oft eldgos, jarðskjálftar og kaldir vetur sem gerðu lífið erfitt Fyrir kom að fólk átti ekkert að borða og dó úr hungri Mörg dóu líka úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna í dag Mörg ungbörn dóu fyrir eins árs afmælið Þess vegna segjum við að lífslíkur fólks á þessum tíma hafi ekki verið miklar Þetta hefur heldur betur breyst Nú er Ísland eitt af ríkustu löndum í heimi og hér verður margt fólk mjög gamalt Lífslíkur þýðir hversu miklar líkur eru á því að fólk verði gamalt Í þeim löndum sem fólk nær ekki að verða gamalt eru lífslíkur slæmar Þannig var lífið á Íslandi áður fyrr Í þeim löndum þar sem mörg ná því að verða gömul eru lífslíkurnar góðar ára daga og Jensína Andrésdóttir vard ein elsta manneskja á Íslandi. Hún vard Hún fæddist 10. nóvember 1909 og dó 18. apríl 2019 gömul!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=