Ég og samfélagið

41 Flest fólk elskar sumarfrí og vill nota það til að ferðast Hægt er að hoppa upp í næstu flugvél og ferðast til fjarlægra staða á bara nokkrum klukkutímum Árið 1850 voru hvorki til bílar né flugvélar Hraðskreiðasta farartækið á þeim tíma var hesturinn Ferðahraði á hesti er um 10-15 kílómetrar á klukkustund sem þýðir að fólk fór ekkert mjög langt Þau sem áttu ekki hesta urðu að ferðast gangandi Það var mjög erfitt að ferðast um Ísland vegna þess að hér voru ekki vegir eða brýr yfir árnar Þar fyrir utan var ekki búið að finna upp frí – fólk vissi bara ekkert hvað frí var Öll urðu að vinna heima hjá sér alla daga ársins Hvaða frí eða frídagar finnast þér skemmtilegastir? Átt þú ættingja sem búa í öðrum landshlutum? Hvernig hefðir þú komist í heimsókn til þeirra í gamla daga? Hvaða ár hefðir þú þurft að fara yfir? Skoðaðu landakort af Íslandi og veltu því fyrir þér hvernig hafi verið að ferðast um landið í gamla daga Ég fer í fríid

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=