Ég og samfélagið

40 Vöruskipti Í gamla daga bjó fólk sjálft til mest allt sem það þarfnaðist Föt, áhöld, matur – allt var þetta meira og minna búið til heima Þess vegna þurfti fólk ekki eins mikið af peningum og nú Í stað peninga var algengt að skiptast á vörum, vinnu og þjónustu Ímyndið ykkur að ef ykkur hefði langað í eitthvað þá hefðuð þið annaðhvort þurft að búa það til sjálf eða að skipta á einhverju öðru sem þið áttuð á móti Fólk gekk í heimagerðum fötum úr ull og skinni Á þessum tíma bjuggu langflest í sveit og það gat verið langt í næstu búð Þegar fólk fór úr sveitinni í kaupstaðarferð til að ná sér í vörur sem það gat ekki búið til sjálft, til dæmis kaffi, sykur eða hveiti, þá borgaði það yfirleitt með ullarvörum eða einhverju öðru sem það framleiddi en ekki peningum Er petta grín? Ætlar hann ad skipta á mér og pessu?!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=